Dýralæknastofa Dagfinns
  Skólavörðustígur 35 (kort)
  Sími: 552 3621
Netfang: dagfinnur (hjá) dagfinnur.is

  Upplýsingar um neyðarþjónustu: Sjá vaktsíma 5304888
 
Opið frá 08:30 til 17:00 virka daga


Vefsíðu dýralæknastofunnar er ætlað að veita dýraeigendum fræðslu og upplýsingar varðandi gæludýr og heilsufar þeirra.

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður

Að fá hvolp

Hvernig hund vilt þú, hvernig hvolpur passar þér best.

  •  Þar sem hver tegund hefur ekki aðeins sín eigin eðliseinkenni og lundarfar, heldur líka stærð og vaxtarlag, getur hver vaIið þá tegund, sem honum þykir sér best henta. En ef stærð hunds skiptir menn máli, er ekki rétt að velja hann á meðan hann er lítill hvolpur, nema ætt hans sé kunn, annars gæti farið svo að hann yrði stærri og þurftafrekari en efni leyfa. Margir hundar verða eigendum sinum til ama, vegna bess að þeir verða stærri en búist var við. Ennfremur er oft álitamál, hvort eigi heldur að velja hund eða tík.
  • Flestum finnst sjálfsagt að velja hund, þó margir vilji heldur tík vegna blíðlyndis hennar og ástríkis, þrátt fyrir fyrirhöfnina að annast hana á því þriggja vikna tímabili, sem hún hefur blæðingar sem er tvisvar á ári. Þegar ákveðið hefur verið, hvers konar hund skal velja er best að kaupa hann af traustum hundaræktenda eða hundaeiganda sem a nýgotna tík. Kaupið ekki hvolpinn í sekknum. Þegar menn velja sér hvolp er rétt að taka hann upp til að gá að holdafari hans undir loðnum feldinum. Augun eiga að vera björt, trýni og augu laus við rennsli, og hvolpurinn fullur af lífi.
  • Töluvert ber á því að ræktendur eru að selja dýrum dómum gallaða hvolpa og láta jafnvel kaupendur skrifa undir skjal, þar sem þeir firra sig ábyrð á erfða- og fæðingargöllum sem koma í ljós. Hvolpur sem stendst ekki heilbrigðisskoðun eða kemur í ljós erfðagallar hjá er ekki viðkenndur til undaneldis og jafnvel ekki hæfur til sýningar. Helstu gallar eru að eista eða eistu koma ekki niður, mjaðarlos hjá stærri hundum og mjaðmarliðseyðing hjá litlu hundunum.

Skrifið ekki undir skjöl, sem firrar seljandan frá almennum verslunarháttum eða bannar ykkur að nota hundinn til undaneldis.

 Í kaupsamninga á að vera ákvæði um, að seljandi greiði kostað sem hlýst af, ef í ljós kemur falinn galli hjá hundinum. Hægt er að fá hjá Hundaræktarfélagi Íslands staðlaðan kaupsamning svo ekki sé notaður einhliða kaupsamningur ræktanda.Einnig er hægt að fá upplýsingar um ræktendur hjá þeim.
Til að velja hvolp má líta á þessar síður: Dog Owner's Guide og Petnet

Ekki kaupa hund fyrir einhvern annan eða af því að þú vorkennir honum. Hundi fylgir mikil ábyrgð og vinna ef ala skal upp góðan hund sem þú vilt geta notið þess að vera með næstu 10-12 árin og jafnvel lengur.

hundar, hvolpar, íslenskur fjárhundur, sheffer, bulldog, pomerian, chichucha, papillon, stóri dani, masif, pommi, border collie, blendingur, boxer, samoyi, doberman, rottweiler, pekingese, spaniel, terrier, hvolpur
Hreinsaðu upp!
Mundu að hafa alltaf poka meðferðis í gönguferðir til að hreinsa upp eftir hundinn.

Leita að örmerki eða eyrnamerki smellið á leitarvélina

Leitarvél

  Örmerking katta. Smelltu hér til að skrá í Reykjavík.

Kisur sem vantar heimili

Týnd og fundin dýr

Video frá Dagfinni


 
 

 


 

 

Hundaskóli 

 

 

 

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður