Dýralæknastofa Dagfinns
  Skólavörðustígur 35 (kort)
  Sími: 552 3621
Netfang: dagfinnur (hjá) dagfinnur.is

  Upplýsingar um neyðarþjónustu: Sjá vaktsíma 5304888
 
Opið frá 08:30 til 17:00 virka daga


Vefsíðu dýralæknastofunnar er ætlað að veita dýraeigendum fræðslu og upplýsingar varðandi gæludýr og heilsufar þeirra.

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður

Naggrís

Þegar þú kaupir naggrís, þarf að hafa eftirfarandi í huga:

  • Lifir í 5 til 7 ár, jafnvel geta orðið 12 ára. 
  • Þarf stórt búr til þess að líða vel
  • Búrið verður að vera hreint og fæðan fersk
  • Er félagslynt dýr og þarf athygli og æfingu daglega
  • Þarf umönnun þegar þú ert í burtu
  • Eru önnur dýr á heimilinu, sem geta verið saman. Kanínur og naggrísir eiga ekki vel saman..
  • Er ofnæmi í fjölskyldunni fyrir dýrahárum?
  • Marsvín geta þurft á dýralæknahjálp að halda, það kostar peninga.
  • Marsvín er nagdýr sem getur nagað húsgögn, teppi og leiðslur

Að eiga marsvín fylgir ábyrgð, sem þarfnast tíma og peninga

Velja heilbrigt dýr, hvað þarf að skoða:
 Hreinn, mjúkur og skínandi feldur á þéttum skrokki með engin húð vandamál. Björt og skír augu. Sterkar og réttar fætur. Hrein og þurr eyru. Hrein í kringum endaþarm. Þögul og regluleg öndun, ekkert ískur við öndun. Tennur ekki langar eða skakkar. Hvernig hegðar marsvínið sér innan um hina naggrísina í búrinu.

Heimili marsvíns.
Búrið ætti að hafa gólf úr plasti og opnast bæði að ofan og á hlið.
Fyrir einn naggrís þarf stærð að vera minnst 68 x 36 x 35 cm.
Fyrir tvo naggrísi þarf búrstærðin að vera 80 x 80 x 45cm eða 100 x 40 x 35 cm.
Lítið svefnhús helst úr viði þarf að vera í búrinu svo og drykkjarker helst sjálfbrynjari, fóðurskál, fóðurtrog fyrir hey eða gróffóður og undirlag (bedding). Það getur verið ágætt að nota kattasand undir til að halda búrinu þurru, en athugið fyst hvort naggrísinn reynir að éta sandinn, þá má ekki nota kattasand.
Ekki nota undirlag (spænir) úr furu eða sedrusvið, það getur valdið lifrasjúkdómum hjá naggrísum.

Fóðrun:

Nýtt gras, hey, hrátt grænmeti og ávextir. Marsvín nota ekki framfætur þegar þau borða, svo betra er að skera grænmeti niður í bita. Melónur og sellery eru góð sem aukabitar fyrir naggrísi. Auk þess þurfa naggrísir korn á hverjum degi. Ef gefið er blautt fóður skal tæma og hreinsa skálina eftir fóðrun, svo ekki verði eftir súrar leifar. Marsvín þurfa að hafa fóður allan sólarhringinn. Ef naggrísinn hoppar í matarskálina, þarf að þrífa hana oft, svo fóðrið verði ekki mengað. Hafið alltaf ferskt vatn hjá dýrunum.

Undaneldi. Kvendýrið getur átt unga allt að fimm sinnum á ári. Það getur verið erfitt að finna heimili fyrir alla þá unga, svo besta ráðið er að láta hana ekki eiga unga.

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, gæludýr,naggrísir,dýr, hamstrar, hamstur, naggrís, kanína, hamst, mýs, kanínur, hamstrar, guinea pig, hamster,marsvín,hamsturungi,naggrísaungi,naggrísarungar

Leita að örmerki eða eyrnamerki smellið á leitarvélina

Leitarvél

  Örmerking katta. Smelltu hér til að skrá í Reykjavík.

Kisur sem vantar heimili

Týnd og fundin dýr

Video frá Dagfinni


 
 

 


 

 

Hundaskóli 

 

 

 

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður