Dýralæknastofa Dagfinns
  Skólavörðustígur 35 (kort)
  Sími: 552 3621
Netfang: dagfinnur (hjá) dagfinnur.is

  Upplýsingar um neyðarþjónustu: Sjá vaktsíma 5304888
 
Opið frá 08:30 til 17:00 virka daga


Vefsíðu dýralæknastofunnar er ætlað að veita dýraeigendum fræðslu og upplýsingar varðandi gæludýr og heilsufar þeirra.

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður

Iðraormar

Hvolpar smitast oftast í móðurkviði og fæðast með lirfur í líkamanum. Algengast er að hundar smitist á þeim slóðum þar sem margir hundar koma saman með saur , en einnig er þeim hundum hætt við smiti sem veiða smádýr og éta, og þeim hundum sem eru á hundabúum. Iðraormar eru hættulegastir hvolpum og unghundum því mótstaða þeirra er lítil. Fulloðnir hundar sýna yfirleitt lítill einkenni ormasmits, en eru stöðugir smitberar. Stundum má greina orm eða hluta af ormum í saur hunds en oftast er hundur einkennalaus. Merki um smit er:

  • Niðurgangur
  • Uppköst
  • Hósti
  • Hiksti
  • Mattur feldur
  • Litlir hvolpar
  • Vanþrif
  • Þaninn kviður
Spólormar
Spóluormar,bitormar og bandormar hunda geta borist í ketti. Mýs, rottur, fuglar og skordýr geta verið hýslar lifra spóluorma og sumra bandormstegunda. Spóluormar geta smitast í fólk  aðallega til barna á aldrinum 0-5 ára.

Spóluormar: Hundaspóluormurinn getur orðið allt að 18 cm langur. Smit berst með saur eða bráð. Lirfurnar bora sig í gegnum þarmveggina og berast með blóðrás til lifrarinnar. Þaðan berast þær til lungnanna. Í lungunum fara þær inn í berkjurnar og berast þaðan um barka upp í kok. Lifrunum er kyngt og úr maga berast þær til smágirnis, þar sem þær verða kynþroska ormar sem verpa eggjum. Eggin berast út með saur. Þroskaferillinn tekur að jafnaði um 5 vikur. Smádýr sem mýs, fuglar og skordýr éta eggin. Hjá fullorðnum hundum þróast aðeins fáar lirfur í kynþroska orma vegna mótefna hundsins gegn ormum. Þess í stað berast lirfur til ýmissa líffæra hundsins og leggjast þar í dvala. Í hvolpafullri tík fara lirfurnar á kreik eftir 40 daga meðgöngu og berast með blóðinu til fóstranna og smita fóstrin. Fyrsta mánuðinn eftir got flakka lifrur úr líkama móður yfir í júgur og berast þaðan með mjólkinni í hvolpana. Sé smitálag mikið á meðgöngu, fæðast smærri og þróttminni hvolpar. Tveimur til þremur vikum eftir fæðingu hafa kynþroska ormar þroskast í meltingarvegi hvolpanna og endursmit verður til móður þegar hún sleikir hvolpanna. Egg spóluorma eru lífseig og lifa árum saman úti sem inni - þola frost,hita,sól og hreingerningar.

Bitormar og svipuormar hafa fundist í innfluttum hundum en ekki greinst í íslenskum hundum.

BandormarBandormar: Ígulbandormur veldur sullaveiki í mönnum og grasbítum. Hundar smitast við að éta sull úr innmat sláturdýra. Ígulbandormurinn er venjulega 4-6 mm langur. Sullaveiki er að mestu horfin á Íslandi sem líklega má þakka skipulagðri og lögbundinni hundahreinsun í gegnum tíðina. En ígulbandormur, sem og aðrir bandormar geta hæglega borist hingað til lands aftur með innfluttum hundum. Breiðibandormurinn finnst stundum í hundum sem étið hafa hrátt silungsslóg. Meðferð gegn þráðormum byggist á því að fyrirbyggja smit og útrýma smiti. Nauðsynlegt er að fjarlægja saur eftir hundinn jafnt í garðinum heima sem og annars staðar. Koma í veg fyrir að hundurinn smitist, t.d. við að éta smádýr eins og mýs og fugla. Meðhöndla hundinn með fjölvirku ormalyfi eftir ákveðinni meðferðaráætlun. Við lögbundna hundahreisun eru notuð lyf sem virka á bandorma.

Best er að ormahreinsa hunda 1-4 sinnum á ári. Hundar í smithættu eins og veiðihunda og hunda sem eru mikið inn um aðra hunda ætti að meðhöndla allt að 4 sinnum árlega. Rétt er að meðhöndla hunda fyrir árlega bólusetningu, fyrir hundasýningar og áður en hundur er settur á hundahótel. Tíkum á að gefa ormalyf fyrir pörun, fyrir got og aftur um leið og hvolpunum, þegar þeir hafa náð 2-3ja vikna aldri og 5-6 vikna aldri. Gott er að gefa hvolpum aftur fyrir bólusetningu 12 vikna gömlum.

(úr bæklingi um Panacur birt með leyfi Thorarensen lyf ehf.)

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður

Leita að örmerki eða eyrnamerki smellið á leitarvélina

Leitarvél

  Örmerking katta. Smelltu hér til að skrá í Reykjavík.

Kisur sem vantar heimili

Týnd og fundin dýr

Video frá Dagfinni


 
 

 


 

 

Hundaskóli 

 

 

 

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður