Dýralæknastofa Dagfinns
  Skólavörðustígur 35 (kort)
  Sími: 552 3621
Netfang: dagfinnur (hjá) dagfinnur.is

  Upplýsingar um neyðarþjónustu: Sjá vaktsíma 5304888
 
Opið frá 08:30 til 17:00 virka daga


Vefsíðu dýralæknastofunnar er ætlað að veita dýraeigendum fræðslu og upplýsingar varðandi gæludýr og heilsufar þeirra.

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður

Ef hundur nýtur góðrar umönnunar og hverjum kvilla og meiðslum er sinnt þegar í staô verður hann sennilega heilsugóður og langlífur.
Þegar meltingin er í ólagi, étur hann gras sem veldur uppköstum og getur það losað hann við óþægindi. Ef hann virðist vera með harðlífi nægir venjulega ein til tvær teskeiðar af parafinolíu til að lækna hann. En ef hún hrífur ekki og hann heldur stöðugt áfram að kasta upp  þá þarf að leita til dýralæknis.
Aðrir sjúkdómar, sem krefjast aðstoðar dýralæknis eru sem hér segir:

  •  Húðsjúkdómar, eins og t.d. sárar skellur, ofnæmi og exem
  •  Hlustarverkur, sem þekkja má á því að hundurinn hristir hausinn, klórar sér í eyrað eða þá á illþefjuðum eyrnamerg sem rennur út úr eyrunum.
  • Stíflaðir endaþarmskirtlar, sem gera vart við sig með kláða undir rófunni, graftarkýlum og annarri bólgu.Hundurinn rennir sér oft á rassinum eða sleikir sig óvenju mikið að aftan.
  • Spóluormar (ascaridis), sem þekkja má á því að hundar leggja af og þrífast verr, auk þess missir feldur þeirra skínandi lit sinn og kviðurinn þrútnar.
    Reynið ekki að lækna þessa kvilla sjálf.
    (úr bókinni Hundurinn minn eftir Mark Watson).

Hundahreinsun. Skyllt er að láta hreinsa hundinn árlega gegn sullaveiki og öðrum innyflisormum, sem geta borist í fólk. Best er að ormhreinsa hundinn tvisvar á ári.

Bólusetning. Bólusetja ætti hundinn árlega gegn smáveirusótt og smitandi lifrabólgu.

Röntgenmyndir: Hjá meðalstórum og stórum hundategundum er mjaðmarlos (Hip Dysplasia) arfgengur sjúkdómur sem nú er ætlast til að hundar séu skoðaðir fyrir með röntgen, áður en þeir eru notaðir til ræktunar. Einnig sést hjá þessum tegundum víkandi erfðasjúkdómur sem eru liðskaðar í olboga (elbow dysplasia). Ástæða er að láta röntgenmynda olboga um leið og mjaðmir. Hjá litlum hundategundum er til sjúkdómur í mjöðum ( Legg Calvé Perthes Disease), sem er álitinn erfðatengdur og ástæða gæti verið að láta mynda fyrir.

Tannhreinsun. Látið dýralækninn hreinsa tennur hundsins þegar tannsteinn sést á tönnum. Tennur verða gular og hundurinn verður andfúll.  Smáhundar eru hérna í miklum áhættuhópi og dæmi um að þeir þurfi að byrja að koma i tannhreinsanir strax 2 ára, en stærri hundategundir sem þetta vandamál byrjar oft ekki fyrr en seinna á lífsleiðinni, eftir 5-6 ára aldurinn. Þar sem tannsteinn safnast á tennur hunda með tímanum er algengt að eldri hundar hafi slæmar tennur. Tannsteinn orsakar bólgu í tannholdi (gingivitis) og gómar dragast saman og minnka. Þetta veldur oft sýkingu í tannrótinni (periodontitis) og þar kemur að tennurnar losna og detta úr að lokum. Þar sem þetta er sársaukafullt fyrir hundinn er best að láta fjarlægja tannsteininn áður en tannholdið er orðið mjög bólgið. Vitaskuld tekur tannsteinn aftur að safnast á tennurnar eftir að þær hafa verið hreinsaðar og því er gott að gefa hundinum mat sem reynir svolítið á tennurnar og hægir á tannsteinsmyndun. Þurrfóður hentar vel í þessu skyni, ef þetta er mikið vandamál hjá hundinum, finnast lika fóður sem sérstaklega eru gerð með þetta í huga. Einnig þarf hundurinn að naga eitthvað hart svo sem bein eða hundabein.  Tannbustun er svo lika stór þáttur í að reyna að fyrirbyggja tannstein.

Eyru. Einn af alvarlegri sjúkdómum hunda er án efa eyrnabólga. Eigendur verða að vera meðvitaðir um það hversu alvarlegur þessi sjúkdómur getur verið og haga forvörnum í sambandi við það. Mjög algengt er að hundaeigendur komi um miðja viku með hund í skoðun og hafi verið að koma ofan úr sumarbústað eða úr löngum bíltúr. Hundurinn hafði verið með hausinn út um gluggann mestan hluta leiðarinnar, prófið það sjálf og athugið hvernig ykkur líður í eyrunum á eftir. Einnig verður að hafa í huga að fuglahundar sem eru mikið á sundi eru í áhætturhóp  hvað þetta varðar. Eyrun verða rök og bakteríur eignast þar með fullkomið skjól, raki og 38 stiga hiti, gaman gaman. Eftir svoleiðis túra verður að þurrka eyru hundanna mjög vel. Góð regla er að skoða reglulega í eyrun á hundum og jafnvel þefa upp úr þeim. Hundurinn ykkar getur jafnvel sýnt einkenni eyrnabólgu, sem þið verið skilyrðislaust að þekkja; hallar undir flatt klórar sér í eyranu og framleiðsla á eyrnamerg er stóraukin ,nokkuð sem eigendur geta vel tekið eftir. Gott er að hreinsa reglulega eyru (sérstaklega lafandi eyru) með eyrnahreinsi, sem leysir upp eyrnamerg og minnkar líkur á sýkingu eða eyrnamaur. Ef sýking kemur í eyru fellst meðferð í því að fyrst eru eyrun hreinsuð með eyrnahreinsi og síðan er sýklalyfi og eða sveppalyfi hellt í eyrað og nuddað vel. Best er að komast hjá notun sýklalyfja í eyru, svo notið eyrnahreinsi reglulega.

Þjálfun Hundaræktafélagsins gefur kost á tímum í íþróttum

Veiðihundar

 

Sjá nánar um vandamál hjá hundum á ensku síðunni

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, hundar, hund,hundur, hvolpur,hvolpar, tík, tíkur, springer, boxer, cocker, shafer, schafer, fj%aacute;rhundur, poodle, puddle, border, íslenskur hundur, Icelandic, labrador, golden, retriever, sheepdog, pomeranian, terrier, pincher, bichon frise, pekingese, dachshund, cavalier, pug, spaniel

Leita að örmerki eða eyrnamerki smellið á leitarvélina

Leitarvél

  Örmerking katta. Smelltu hér til að skrá í Reykjavík.

Kisur sem vantar heimili

Týnd og fundin dýr

Video frá Dagfinni


 
 

 


 

 

Hundaskóli 

 

 

 

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður