Dýralæknastofa Dagfinns
  Skólavörðustígur 35 (kort)
  Sími: 552 3621
Netfang: dagfinnur (hjá) dagfinnur.is

  Upplýsingar um neyðarþjónustu: Sjá vaktsíma 5304888
 
Opið frá 08:30 til 17:00 virka daga


Vefsíðu dýralæknastofunnar er ætlað að veita dýraeigendum fræðslu og upplýsingar varðandi gæludýr og heilsufar þeirra.

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður

Mynd Auður Alessandra Zoëga

Gamli hundurinn.
„Eðlilegt" má teljast að hundar nái 8-15 ára aldri, stærri tegundir styttra en litlar tegundir. Elsti hundur sem er skráður varð 29 ára.

Hver eru helstu ellimerkin sem koma fram hjá hundum? Helstu merkin eru þau að hundurinn verður smátt og smátt makráðari, er minna á stjái og sefur langtímum saman á hlýjum stað. Margir hundar þyngjast vegna minni hreyfingar, sjón og heyrn daprist með aldrinum ásamt lyktarskyni og bragðskyni. Það þarf ekki að þýða að nauðsynlegt sé að svæfa þá. Með ofurlítilli auka umhyggju og athygli geta hundar lært að una sér vel innan vel þekktra veggja heimilisins. Hundurinn þarf að eiga hlýtt bæli þar sem ekki er dragsúgur og ekki er gott að láta hann vera úti lengi í einu þegar kalt er í veðri.

Hvernig er best að sinna gömlum hundi svo vel fari? Gott er að fara reglulega með hundinn í eftirlit til dýralæknis svo að vandamál eða hrumleikamerki uppgötvist sem fyrst.

Algengt er að eldri hundar fái gigt, eigi erfitt með hreyfingar, eins og stökkva upp í bílinn eða komast upp stigana. Gigt er yfirleitt meira áberandi í köldu veðri. Hægt er að minnka áhrif gigtar verulega með lyfjagjöf, t.d Rimadyl og bætiefnum líkt og liðamin.

Tannsteinn safnast á tennur hunda með tímanum, svo algengt er að gamlir hundar hafi slæmar tennur. Tannsteinn orsakar bólgu í tannholdi (gingivitis) og gómar dragast saman og minnka. Þetta veldur oft sýkingu í tannrótinni (periodontitis) og þar kemur að tennurnar losna og detta úr að lokum. Þar sem þetta er sársaukafullt fyrir hundinn er best að láta fjarlægja tannsteininn áður en tannholdið er orðiðr mjög bólgið. Vitaskuld tekur tannsteinn aftur að safnast á tennurnar eftir að þær hafa verið hreinsaðar og því er gott að bursta tennur hundsins reglulega.

Offita getur haft alvarleg áhrif á heilsu hundsins er hann eldist, svo sem hjarta og stoðkerfi og aukið líkur á sjúkdómum eins og sykursýki.

Hjartasjúkdómar eru algengir hjá gömlum hundum. Offita og hátt saltinnihald í fóðri eykur álag á hjartað. Mikilvægt er að hundurinn sé skoðaður reglulega hjá dýralækni, svo hægt sé að byrja meðferð við hjartasjúkdómun snemma, oft hjálpar að breyta fóðri, til að minnka álagið á hjartað. Fóðrið þarf að innihalda meiri fitu og minna salt.

Öldrun getur haft áhrif á taugaherfið. Hundurinn verður sljór, daufur, svefn erfiður og jafnvel breyting á hegðun. Til  er fóður, sem getur hjálpað eins og fóðrið frá  Hills b/d.

Breyingar í hryggjarliðum og mjaðmarliðum fylgja oft aldri. Hundurinn er reikull að aftan og jafnvel hálflamaður.
Hægt er að hjálpa með bólgueyðandi lyfjum og nálastungu.

Nýrna- og þvagfærasjúdómar sjást oft hjá eldri hundum og nýrnaskaðar eru algengasta dauðaorsökin. Oft kemur nýrasjúkdómar í kjölfar annarra ellimarka eins og lélegs hjarta, lifur eða legbólgu. Mikilvægt er breyting á fóðri fyrir eldri hunda, þar sem fóðrið er orkuríkt með lágu prótein-, fosfór- og saltinnihaldi ásamt réttu sýrustigi.

sjá nánar (enska)


Fróðleik á netinu er t.d. hægt að finna hjá : Caring for Your Older Dog

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, hundar, hund, hundur, tík, tíkur, Nýrna- og þvagfærasjúdómar, Hjartasjúkdómar, offita, schafer, hound, doberman, pointer, setter, dalmatian, waimaraner, chow chow, rottweiler, borzoi

Leita að örmerki eða eyrnamerki smellið á leitarvélina

Leitarvél

  Örmerking katta. Smelltu hér til að skrá í Reykjavík.

Kisur sem vantar heimili

Týnd og fundin dýr

Video frá Dagfinni


 
 

 


 

 

Hundaskóli 

 

 

 

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður