Dýralæknastofa Dagfinns
  Skólavörðustígur 35 (kort)
  Sími: 552 3621
Netfang: dagfinnur (hjá) dagfinnur.is

  Upplýsingar um neyðarþjónustu: Sjá vaktsíma 5304888
 
Opið frá 08:30 til 17:00 virka daga


Vefsíðu dýralæknastofunnar er ætlað að veita dýraeigendum fræðslu og upplýsingar varðandi gæludýr og heilsufar þeirra.

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður

Vaxandi sjónurýrnun er meðal þeirra augnsjúkdóma er erlendir sérfræðingar á vegum Hundaræktarfélagsins skoða í hundum hér á Íslandi og er sú skoðun framkvæmd tvisvar á ári, á vorin og haustin, eins og hundaeigendur vita.
Vaxandi sjónurýrnun er hópur sjúkdóma með sömu sjúkdómseinkenni er hafa mismunandi lífeðlisfræðilegan framgang eftir því hvaða hundategund á í hlut. Sameiginlegt hjá þeim öllum eru þó skemmdir á stöfum og keilum - ljósnæmum frumum sem staðsettar eru í sjónhimnunni - og er í raun hægt að tala um sjónurýrnun. Sjúkdómurinn er erfðasjúkdómur er erfist á svokölluðu víkjandi erfðamynstri (autosomal ressiv) nema hjá síberskum husky þar sem hann erfist á X tengdum kynlitningi. Vegna þessa erfðagangs eru nær allir hundar, sem fá sjúkdóminn, hreinræktaðir. Sjúkdómurinn virðist ekki koma fram hjá öllum hundakynjum og er nokkuð breytilegt hvernig sjúkdómurinn þróast og á hvaða aldri hann kemur fram eftir því hvaða hundakyn á í hlut. Til að flækja málin enn frekar getur hann tekið á sig mismunadi myndir jafnvel innan sama gots.
Einkenni eru fyrst í stað vaxandi rökkurblinda og síðan næturblinda, sjónin smáversnar þar til hundurinn hefur að fullu tapað sjón. Oft kemur einnig fram aukið "endurskin" í augunum. Ský getur komið fram á augasteini og er það oft það sem eigendur telja að sé ástæða blindu í hundum þeirra. Gláka getur einnig komið fram í kjölfarið svo og framfall á linsu (luxatio lentis).
Eins og áður kom fram er nokkuð mismunandi hvernig og á hvaða tíma sjúkdómurinn leggst á hin ýmsu hundakyn. Af heimildum að dæma virðist púðlar veikjast hvað oftast og þá þegar þeir eru 3-5 ára. Einnig getur veikin komið fram hjá labrador retriver á svipuðum aldri en einnig er þekkt form þar sem veikin kemur fyrr fram hjá hinum síðarnefndu. Hjá írskum setter getur veikin orsakað næturblindu hjá 3 vikna gömlum hvolpum og algerri blindu hjá eins árs gömlum hundum eins og dæmi sanna hér á Íslandi. Hjá miniature schnautzer er stundum hægt að greina með sértækum aðferðum breytingar í augnbotnum hjá 8 vikna gömlum hvolpum þótt hundarnir missi ekki sjónina fyrr en 3-5 árum seinna. Amerískir cocker spaniel geta fengið sjúkdóminn 1-3 ára. Einnig geta enskir springer/cocker spaniel, collie og tibetan terrier fengið sjúkdóminn. Enn sem komið er þessi sjúkdómur ólæknanlegur og það sem verra er, ekki er á nokkurn hátt hægt að finna út þau dýr sem hugsanlega bera þetta gen með sér nema að para þau fyrst. Þau dýr sem fá þennan sjúkdóm, systkini þeirra og foreldra ætti að útiloka frá allri frekari ræktun hversu harkalegt sem það kann að virðast, öðruvísi er ekki hægt að sporna við þessum sjúkdómi
Ég vona að þessi pistill hafi orðið einhverjum lesendum Sáms til gagns og hvet sem flesta hundaeigendur að hafa samband við sínar deildir innan Hundaræktarfélagsins og athuga hvernig málin standa með augnskoðanir.
Óska lesendum að lokum gleðilegs síðsumars.

Hörður Sigurðsson, dýralæknir
Dýralæknastofu Dagfinns.

Heimildir:
Charles L Martin: Augenkrankheiten bei Hund und Katze.
Schaper 1994
IngoWalde /Ekkehard H Scaeffer: Atlas der Augenkranheiten bei Hund und Katze. Schattauer 1997
CD Canis CD rom Vetstream 2001
Hans G Niemand /Peter F Sueter: Praktikum der Hundeklinik .
Blackwell 1994
Bruce James: Opthalmology.
Blackwell 1997

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður

Leita að örmerki eða eyrnamerki smellið á leitarvélina

Leitarvél

  Örmerking katta. Smelltu hér til að skrá í Reykjavík.

Kisur sem vantar heimili

Týnd og fundin dýr

Video frá Dagfinni


 
 

 


 

 

Hundaskóli 

 

 

 

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður