Dýralæknastofa Dagfinns
  Skólavörðustígur 35 (kort)
  Sími: 552 3621
Netfang: dagfinnur (hjá) dagfinnur.is

  Upplýsingar um neyðarþjónustu: Sjá vaktsíma 5304888
 
Opið frá 08:30 til 17:00 virka daga


Vefsíðu dýralæknastofunnar er ætlað að veita dýraeigendum fræðslu og upplýsingar varðandi gæludýr og heilsufar þeirra.

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður

Ófrjósemisaðgerð hjá læðum.


Með nútíma deyfingaraðferðum og tækni við skurðaðgerðir eru ófrjósemisaðgerðir yfirleitt öruggar og án vandkvæða. Skurðurinn er yfirleitt tekinn á síðu læðunnar eða á miðjum kvið, en er yfirleitt mjög lítill og grær á skömmum tíma. Nokkrum dögum eftir aðgerðina eru flestir kettir farnir að hegða sér eins og ekkert hafi í skorist, og eftir um það bil vikutíma má taka saumana og þá er feldurinn yfirleitt farinn að vaxa.

Ætti að leyfa læðum að eignast kettlinga einu sinni áður en þær eru gerðar ófrjóar?
Vilji maður láta læðuna sína eignast kettlinga til að hafa upplifað það eða vegna þess að maður vill eignast kettling undan henni, er ekkert við því að segja. Á hinn bóginn skiptir það engu fyrir læðuna hvort hún eignast kettlinga einu sinni eða er gerð ófrjó áður en hún verður breima í fyrsta sinn, svo að það er engin ástæða til þess hennar vegna.

Mun læða sem búið er að gera ófrjóa verða breima áfram?
Yfirleitt ekki. Við ófrjósemisaðgerð eru eggjastokkarnir eru fjarlægðir ásamt leginu og þetta kemur yfirleitt í veg fyrir að þær verði breima. Þó koma fram slík einkenni hjá stöku læðum á ákveðnum árstímum þótt þau séu yfirleitt mjög veik. Þetta orsakast líklega af því að aðrir líkamshlutar framleiði kvenhormón í litlum mæli.

Hvernig á að sinna læðum eftir ófrjósemisaðgerð?
Það má taka læðuna heim sama dag og aðgerðin er framkvæmd ef allt hefur gengið að óskum. Best er að fylgja vel þeim leiðbeiningum sem dýralæknirinn gefur þegar læðan er útskrifuð og engin ástæða er til að hika við að hringja í dýralækninn og leita upplýsinga ef eitthvað veldur manni áhyggjum. Flestir kettir sofa mikið fyrsta sólarhringinn eftir aðgerðina, en aðrir virðast ná sér ótrúlega fljótt. Sumir kettir gætu verið með slen í nokkra daga. Best er að skoða skurðinn einu sinni eða tvisvar á dag og hafa skal samband við dýralækninn ef sýking kemur í sárið, það bólgnar eða fer að vella úr því. Flestir kettir sleikja saumana eftir aðgerð, en sjaldgæft er að þeim takist að taka þá úr.


 
Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, kettir, ketti, kisur,kisa, kettlingur, kettlingar, dýr, gæludýr, dýralæknar og kettir, dýralækningar, dýralæknir fyrir ketti

Leita að örmerki eða eyrnamerki smellið á leitarvélina

Leitarvél

  Örmerking katta. Smelltu hér til að skrá í Reykjavík.

Kisur sem vantar heimili

Týnd og fundin dýr

Video frá Dagfinni


 
 

 


 

 

Hundaskóli 

 

 

 

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður