Framleiðsla af cortisol hormóni er ofaukið
Curshing /Hyperadrenocorticism/ Framleiðsla af cortisol hormóni er ofaukið.
Þetta er sjúkdómur sem getur komið upp hjá hundum, hestum, köttum og einnig hjá mönnum. Það sem gerist er að framleiðsla á hormóni sem kallast cortisol verður of mikið. Cortisol er framleitt og geymist í adrenal glands/nýrnahettunum sem eru litlir kirtlar sem sitja ofan við nýrun.
Cortisol er í raun likamanns náttulegt steralyf, þar sem í eðlilegu magni er nauðsynlegt og hjálpar líkamanum að aðlagast á tímum mikils stress, hjálpar til við að viðhalda réttri þyngd og húðinni góðri ásamt fleiri þáttum sem við koma góðri heilsu.
En of mikið cortisol veldur veikingu á ofnæmiskerfinu og gerir líkamann veikari fyrir öðrum sjúkdómum og sýkingum.
Tvær týpur af Curshing
Um 80-85% tilfella hjá hundum er heiladynguls æxlis tengdur curshing, þar sem æxli oftast góðkynja myndast í pituitary svæði í höfðinu, þetta er litll kirtill sem er staðsettur upp við heilan.
Um 10-15 % tilfella er aftur á móti af völdum æxlismyndun í nýrnahettunum (adrenal glands) og getur það komið fyrir í öðrum eða báðum kirtlunum, þetta æxli getur bæði verið góðkynja og illkynja.
Einkenni Curshing
Þessi sjúkdómur sést oftast hjá miðaldra og eldri dýrum. Yfirleitt þróast sjúkdómurinn hægt og einkennin oft væg í byrjun sem því oft uppgötvast ekki fyrr en seint í sjúkdómsferlinum
- Aukinn þosti
- Aukið pissustand
- Aukinn matarlyst
- Minni hreyfing
- Anda oft með munnin opinn og tunguna út
- Þunn viðkvæm húð sem fær auðveldara marbletti
- Aukið hárlos
- Auðveldara með að fá húðsýkingar
- Aukinn magi, fær meira útblásin maga
- Tap á vöðvamassa og slappir vöðvar
Ef Cursing sjúkdómurinn er látinn vera ómeðhöndlað getur það aukið líkurnar á öðrum alvarlegum sjúkdómum, eins og sykursýki, blóðrappa í lungum, skemmd í nýrnavef, þvagfærasýkingum og brisbólgum.
Meðhöndlun:
Flestir dýralæknar meðhöndla báðar týpur af curshing með lyfjagjöf. Möguleiki á að fjarlægja æxli í nýrnahettunum er til staðar ef æxlið hefur ekki dreyft sér, en þetta er áhættusöm aðgerð svo yfirleitt er hún ekki valin, einnig ef um heiladyngulsæxli er að ræða sem er algengar tegundin af cursing eru engir dýralæknar sem framkvæma slíkar aðgerðir hér á landi og er ennþá verið að rannsaka áhrif þessara skurðaðgerða erlendis.
Meðhöndlun með lyfjum er þá meðhöndlun sem dýrið mun þurfa á að halda það sem eftir er af sínu lífi. Dýralæknirinn mun þurfa að fylgjast vel með dýrinu séstaklega í byrjun meðhöndlunar meðan ef verið að stilla af skammtastærð sem þarf oft að gera smávægilegar breytingar á. Þetta er gert með blóðprufum, fyrstu mánuðina og svo á nokkra mánaða fresti eftir það, fer eftir hve vel dýrið svarar meðhöndlun og hvernig dýrið er að þola meðhöndlunina.
Lyfið Vetoryl (trilostane) eru hylki, sem er nýjasta lyfið sem er komið með leyfi til notkunar til að meðhöndla curshing hjá hundum, lyfið er eina lyfið sem getur verið notað til að meðhöndla bæði heiladynguls curshing og nýrnahettu cursing. Þar sem lyfið virkar þannig að það stoppar framleiðslu cortisols í nýrnahettunum.
Algengustu aukaverkanir sem koma upp við notkun Vetoryl eru
- Uppköst
- Minnkuð matarlyst
- Orkuleysi
- Niðurgangur
- Þyngdartap
- Skjálfti
Einstaka sinnum sjást alvarlegri aukaverknir, eins og mjög mikil deyfð, blóðugur niðurgangur, yfirlið, einnig getur þetta leitt til hypoadrenalcorticism/ Addison crisis, sem er ef sjúkdómurinn fer í hina áttina og líkaminn framleiðir þá of litið magn af cortisol og getur verið lífshættulegur sjúkdómur.
Hann lýsir sér þannig, dýrið hættir oft að borða /anorexia, aukið svefnhöfgi, mjög mikil deyfð og slappleiki, dýrið getur fallið í yfirlið, Ef einhver þessara einkenna koma fram skal haft strax samband við dýralækni. einkenni sem koma í ljós í skoðun hjá dýralækni er of hægur hjartsláttur, breytingar á söltum likamanns sjást í blóðprufum eins og of látt natrium og of hátt kalíum.
Taka þarf svo cortisol blóðprufu til að fá endanlegastaðfest um of látt cortisol. Ef upp kemur þessi sjúkdómur er stuðningsmeðhöndlun og dýrinu er gefið sterar til að auka cortisol magnið í blóði.
hagnýtar upplýsingar um notkun á Vetoryl
Table 1: Starting dose
Pund kg mg startdose
≥ 3.8 to < 10 ≥ 1.7 to < 4.5 10
≥ 10 to < 22 ≥ 4.5 to < 10 30
≥ 22 to < 44 ≥ 10 to < 20 60
≥ 44 to < 88 ≥ 20 to < 40 120 (2 × 60 mg)
≥ 88 to < 132* ≥ 40 to < 60* 180 (3 × 60 mg)
Lyfið er gefið 1 x á dag með mat. Best að gefa á morgnana.
Eftir 2 vikur á lyfinu kemur dýrið í skoðun, þá er rætt um hvernig dýrið er búið að hafa það hvort eigandi hefur tekið eftir minnkun á matarlyst, hvort dýrið drekki minna og pissi minna og hvort sé farinn að taka eftir aukinni orku hjá dýrinu, skoðun á dýrinu og teknar blóðprufur til að sjá hvort þurfi að gera einhverjar breytingar á skammtastærð á lyfinu. Best er að taka blóðprufu 4-6 klst eftir lyfjagjöf.
Eftir 4 vikur þarf aftur að meta stöðuna.
Eftir 12 vikur þarf enn og aftur að taka stöðuna á dýrinu Svo er viðmið að koma í skoðun ca á 3-4 mánaða fresti. Nema ef einhverjir sjúkdómar koma upp hjá hundinum eða hann fer að sýna einkenni Curshing aftur.
Góð ráð:
Ekki skipta töflunum upp
Ekki gefa tvöfaldan skammt ef gleymist að gefa lyfið, bara gefa réttan skammt á réttum tíma næsta gjafartíma
Ekki meðhöndla lyfið ef þú ert ófrísk eða reyna að verða ófrísk
Ekki breyta skammti án þess að ráðfæra þig við dýralækni
Ekki hætta skyndilega að gefa lyfið þar sem lyfið heldur aðeins sjúkdómnum í skjefjum en læknar hann ekki. Aðeins hætta notkun þeirra ef dýralæknir ráðleggur það eða ef hundurinn er veikur.
Þú skalt þvo þér um hendurnar eftir að hafa gefið lyfið. Ekki ætlað mönnum og skal geymt þar sem börn ná ekki til.
Gefðu lyfið á morgnana með mat
Lyfið skal geymt við stofuhita.
Þú verður að taka dýrið til dýralæknis í reglulegt eftirlit
Gott er að skrá niður þyngd dýrsins, hve mikið hann drekkur, hve mikið hann borðar og hve oft hann pissar áður enn þú byrjar á lyfjunum, því það auðveldar að fylgjast með hve vel meðhöndlunin gengur.
Gott er að taka myndir af hundinum fyrir meðhöndlun og svo reglulega meðan á meðhöndlun stendur, því myndir sýna betur smávægilegar breytingar sem gerast hægt
Skalt hafa samband strax við dýralækni ef dýrið verður veikt, eða hættir að borða eða drekka meðan er að taka vetroyl.
14.07.2015
tekið saman af Helga Sigríður Úlfarsdóttir