Dýralæknastofa Dagfinns
  Skólavörðustígur 35 (kort)
  Sími: 552 3621
Netfang: dagfinnur (hjá) dagfinnur.is

  Upplýsingar um neyðarþjónustu: Sjá vaktsíma 5304888
 
Opið frá 08:30 til 17:00 virka daga


Vefsíðu dýralæknastofunnar er ætlað að veita dýraeigendum fræðslu og upplýsingar varðandi gæludýr og heilsufar þeirra.

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður

Páfagaukar

Páfagaukar (E.Shell Parakeets/Budgerigars, D. Undulater) hafa lengi verið heimilisfuglar manna. Þeir eru upprunnir í Ástralíu, en hafa þaðan breiðst út um allan heim. Þessir fallegu fuglar eru i ýmsum litum; gráir, bláir, hvítir, gulir, rauðbláir svo og í mismunandi samsetningum þessara lita.
Bæði karl- og kvenpáfagaukar eru hin ágætustu gæludýr. Þeir eru rneðal greindustu fugla. Fái þeir viðeigandi umhirðu geta þeir lifað ágætu lífi í minnst 10-12 ár.

Rétt fóðrun páfagauksins

Fóðrunin er mikilvægasti þátturinn í réttri meðferð páfagauksins. Rétt samsett fóður veitir þeim þá orku, sem þeir þurfa til þess að geta leikið listir sinar, talað og verið almennt fjörugir og Iíflegir. Þannig mun rétt samsett fóður viðhalda heilbrigði þeirra og styrk, og bægja þannig frá algengum veikindum, sem hrjá rangt fóðraða fugla. Páfagaukar fella fjaðrir nokkuð reglulega. Til að milda þá breytingu er til sérstakt fóður MOULTING FOOD. Þegar páfagaukar fara að fella fjaðrirnar, er teskeið af MOULTING FOOD bætt út í hinn venjulega matarskammt.Ti! þess að fullviss sé, að fuglinn fái rétt vítamin, er mælt með VITA-SOL, sem er kraftmikill blanda fjölmargra vitamina. VITA-SOL eru vitaminin A, Bi, B2, B6, D2, Panthenol, Niacinamide og Choline. Hlutföll blöndunar eru sérstaklega miðuð við vitamín þarfir fugla í búrum. Regluleg gjöf VITA-SOL gerir fuglana heilbrigðari, líflegri og mótstöðumeiri gegn veikindum. Hveitikimolia er E vitaminauðug. Í henni er ómettuð fita, sem stuðlar að því að húð páfagauksins verður heilbrigð og fjaðrirnar gljáandi.
Hunangsstangirnar eru úrvals korn og náttúrulegt hunang, sem fest er á stöng. Hunangsstangirnar eru mikið uppáhald páfagauka og mjög næringarríkar. Það er góð venja að gefa TONIC & BITTERS einu sinni í viku. Þannig heldur þú fugli þínum í topp formi, TONIC & BITTERS var fundið upp fyrir mörgum árum sem almennt styrkjandi meðala blanda. Hún er einkum góð gegn smávægilegum kvillum og til þess að hindra að kvillarnir verði að meiriháttar veikindum hjá fuglinum.
Cuttle Bone (kolkrabbabein) er mikilvægur steinefnagjafi fyrir fugla. Þeir nota bað einnig til þess að brýna gogginn . Gott er að festa mola af CUTTLE BONE inn í búrinu, nálægt prikinu. Taktu það af og til út úr búrinu þar sem of mikið af CUTTLE BONE (kolkrabbabeini) veldur því að húðfita fuglsins getur þornuð of mikið. Þegar CUTTLE BONE er orðið óhreint skal skipta um og setja nýtt I staðinn. Annar steinefnagjafi fyrir fugla er PARAKEET MINERAL TREAT, en i honum er Cuttle Bone ásamt kalsium, brennisteini og öðrum steinefnum. Þessi steinefni eru fuglunum mjög nauðsynleg til að viðhalda styrkleika beinanna. Vatnsílát fuglsins skal fyllt af fersku vatni á hverjum degi. Stráið PARAKEET GRAVEL ~ CAGE PAPER á botn fuglabúrsins eða notið GRAVEL PAPER, og skiptið um eftir þörfum, þannig að fullkomins þrifnaðar sé gætt.


HVERNIG TEMJA MÁ PÁFAGAUKINN

Páfagaukurinn er líklega greindastur þeirra fugla, sem maðurinn hefur haft á heimili sinu. Með þolinmæði og réttri þjálfun er hægt að kenna þeim að gera ýmsar skemmtilegar kúnstir. Þegar þú byrjar að kenna páfagauknum þínum verður þú að muna að þolinmæði er aðalatriðið. Fyrsta skrefið er að "fingurvenja" fuglinn. Nálgast fuglabúrið hægt og varlega. Gættu þess að skapa aldrei hávaða né vera með snöggar hreyfingar nálægt búrinu. Settu höndina varlega inn í búrið. Talaðu við fuglinn með mjúkri og hughreystandi rödd. Ef hann flögrar um í miklum æsingi, dragðu þá hönd þína hægt til baka. Endurtaktu þetta þar til fuglinn venst hönd þinni. Því næst skaltu setja puttann undir bringu fuglsins. Ef þú nuddar fuglinn varlega mun hann klifra uppá fingurinn. Eftir nokkurn tíma mun fuglinn leyfa þér að strjúka höfuð sitt og jafnvel leika með sig. Þegar fuglinn hefur verið fingurvaninn er hægt að kenna honum ýmsar kúnstir, s.s. að ganga íI stiga, rugga sér á rugguhesti, o.s.frv. Páfagaukum þykir mjög gaman að tala við spegilmynd sina. Hengispeglar með bjöllum eru því vinsælir í búrum þeirra.


HVERNIG KENNA MÁ FUGLINUM AD TALA

Flestir páfagaukaeigendur vilja auðvitað að fuglar þeirra tali. Séu fuglarnir nógu ungir, og hafi þeir ekki vanist of mikilli umgengni við aðra fugla, er hægt að kenna þeim að tala. Páfagaukar eru miklar eftirhermur og eru jafnframt minnisgóðir. Sumir fuglar hafa náð allt að 200 orða orðaforða. Fyrsta skrefið við að kenna fuglinum að tala er að einangra hann frá öðrum fuglum. Leggðu síðan dúk yfir 3/4 hluta búrsins. Síðan skaltu endurtaka orð aftur og aftur fyrir fuglinn. Gættu þess að engin truflandi hljóð heyrist. Hafir þú næga þolinmæði og úthald má á endanum kenna flestum páfagaukum að tala. Mundu að fyrstu orðin eru erfiðust. Eftir að þeir hafa einu sinni lært að tala, þá geta fuglarnir sjálfir náð að læra fleiri orð. Þeir geta komið þér á óvart með hvað þeir hafa 1ært. Kvenmannsröddin virðist vera heppilegri en karlmannsröddin við að kenna fuglinum að tala, þar sem hún er skærari. Karlmannsrödd er þó einnig nothæf einkum sé hún skær.

Ræktun Páfagauka

Ræktun páfagauka er skemmtilegt og oft arðvænlegt tómstundagarnan, Til þess að ná sem bestum árangri við ræktunina er mikilvægt að nota óskylda fugla, að rninnsta kosti 9 mánaða til ársgamla.Páfagaukar geta verpt árið um kring og verpa þá að meðaltali þrisvar á ári. Festu lítinn varpkassa við búrið. Kassinn á að vera af stærðinni 25xl5xi5cm. Opið á kassanum á að vera 4½ cm í þvermál og.u.b.b. 5 cm frá toppnurn. Í botni kassans er gert dæld til þess að eggin velti ekki út um allt. Hægt er að kaupa tilbúna varpkassa í búðum.Kvenfuglinn verpir venjulega fjórum til sex eggjum, sem ungað er út á u.b.b. 2 ½ viku. Mælt er með, að í eina viku fyrir mökun sé fjórum dropum af WHEAT GERM bætt við fóður bæði karl- og kvenfuglsins.
WHEAT GERM OIL inniheldur mikið af E vitamini, en bað er mjög nauðsynlegt til þess að varpið takist vel. Nokkru áður en varpið á að fara fram og einnig meðan á varptímanum stendur, er rétt af fóðra fuglana PARAKEET NESTLING FOOD til viðbótar við venjulegt fóður þeirra til þess að varpið takist sem best. Þetta varpfóður er sérstaklega protein auðugt og mun því sjá fuglunum fyrir þeim styrk og þeirri orku, sem þeir þarfnast á þessu tímabili.
Fuglarnir fóðra unga sina sjálfir þar til þeir eru u.b.b. mánaðargamlir. Þeir fara þannig að því, að éta sitt venjulega fóður en æla því síðan upp í ungana. Eftir að ungarnir yfirgefa hreiðrið er ráðlagt að dreifa fræi á botn fuglabúrsins þar til ungarnir venjast við að éta úr venjulegum fræskálum.
Auðkenni kynjanna. Vaxhúðin er sérkennilegur gljáandi hnúður og efst í henni opnast út tvær nasaholur. Litur vaxhúðar greinir helst kynin í sundur. A karlfugli er hún sterkblá, en móleit á kvenfuglum. Blái liturinn á vaxhúð karlfugla er alltaf auðþekktur, en þó verður hann daufari, ef fuglinn er veikur. Og á gömlum fugli verður vaxhúðin brúnleit og oft rákótt. Vaxhúð kvenfuglsins er móleit en breytileg eftir einstaklingum og árstíðum. Hún verður oft hrukkótt með aldrinum. Á fengitíma er vaxhúðin yfirleitt sIéttari og skærlitari, en þess á milli dekkri og dálítið óskýrari á lit. Það er erfitt að ákvarða kyn ungra fugla þar sem bæði karl- og kvenfuglinn eru rneð fölbláa rák yfir nefinu. Eftir að þeir eru orðnir þriggja mánaða gamlir tekur rák kvenfuglsins á sig brúnan lit, en rákin á nefi karlfuglsins verður skærblárri. Nefrákin á al-hvítum og al-gulum karlfuglum verður rauðbleik á litinn.
Eftir að varpið er afstaðið er ráðlagt að hvíla foreldrana vel áður en þeir eru látnir verpa aftur. Til þess að styrkja uppbyggingu beina og líkama unganna ætti að gefa þeim VITA-SOL. VITA-SOL er mikilvirk upplausn fjölmargra vitamina,, sem er góð fyrir ungana í uppvextinum og eykur heilbrigði þeirra og styrkleika.

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, birds, bird, amazon, canaries, finches, finch, fuglar, páfagaukar, páfagaukur,  gári, gárar

 

Leita að örmerki eða eyrnamerki smellið á leitarvélina

Leitarvél

  Örmerking katta. Smelltu hér til að skrá í Reykjavík.

Kisur sem vantar heimili

Týnd og fundin dýr

Video frá Dagfinni


 
 

 


 

 

Hundaskóli 

 

 

 

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður