Hundar

Dagfinnur dýralæknir

Við bjóðum upp á alla almenna dýralæknaþjónustu, heilbrigðisskoðanir og bólusetningar fyrir gæludýrið þitt.

Nýr hundur á heimilið

  • Bólusetja þarf hvolpinn móti parvoveiru og lifrarbólgu, þegar hann er 8 og 12 vikna. Eftir grunnbólusetningu er bólusett árslega.
  • Ormahreinsa þarf hvolpa helst tveggja vikna gamla og síðan þriggja til fjögra mánaða gamla. Gott er að fara með hvolpinn í almenna heilbrigðisskoðun hjá dýralækni.
  • Hlýðnisþjálfun. Best er að fara með hvolpinn í hundaskóla, bæði fyrir hvolpinn og eigendann. Hundaskólar eru t.d.Hundaskóli Hundaræktarfélags Ísland, hundaskólinn Galleri Voff.

Ef þú býrð í þéttbýli, þá þarf að skrá hundinn hjá sveitarfélaginu eða bænum. Tryggja þarf hundinn gegn skaða sem hann getur valdið. Vottorð um ormahreinsun frá dýralækni þarf að hafa við skráningu. Í flestum bæjarfélugum á höfuðborgarsvðinu þurfa hundar nú örmerkingu fyrir skráningu. Sum staðar eru gjöldin lægri, ef eigandi fer með hundinn í hundaskóla eða þjálfun.


Hvernig hund vilt þú, hvernig hvolpur passar þér best.

  1. Þar sem hver tegund hefur ekki aðeins sín eigin eðliseinkenni og lundarfar, heldur líka stærð og vaxtarlag, getur hver vaIið þá tegund, sem honum þykir sér best henta. En ef stærð hunds skiptir menn máli, er ekki rétt að velja hann á meðan hann er lítill hvolpur, nema ætt hans sé kunn, annars gæti farið svo, að hann yrði stærri og þurftafrekari en efni leyfa. Margir hundar verða eigendum sinum til ama, vegna bess að þeir verða stærri en búist var við. Ennfremur er oft álitamál, hvort eigi heldur að velja hund eða tík.
  2. Flestum finnst sjálfsagt að velja hund, þó margir vilji heldur tík vegna blíðlyndis hennar og ástríkis, þrátt fyrir fyrirhöfnina að annast hana á því þriggja vikna tímabili, sem hún hefur blæðingar, sem er tvisvar á ári. Þegar ákveðið hefur verið, hvers konar hund skal velja, er best að kaupa hann af traustum hundaræktenda eða hundaeiganda, sem a nýgotna tík. Kaupið ekki hvolpinn í sekknum. Þegar menn velja sér hvolp, er rétt að taka hann upp til að gá að holdafari hans undir loðnum feldinum. Augun eiga að vera björt, trýni og augu laus við rennsli, og hvolpurinn fullur af lífi.
  3. Töluvert ber á því að ræktendur eru að selja dýrum dómum gallaða hvolpa og láta jafnvel kaupendur skrifa undir skjal, þar sem þeir firra sig ábyrð á erfða- og fæðingargöllum, sem koma í ljós. Hvolpur sem stendst ekki heilbrigðisskoðun eða kemur í ljós erfðagallar hjá, er ekki viðkenndur til undaneldis og jafnvel ekki hæfur til sýningar. Helstu gallar eru að eista eða eistu koma ekki niður, mjaðarlos hjá stærri hundum og mjaðmarliðseyðing hjá litlu hundunum.

Skrifið ekki undir skjöl, sem firrar seljandan frá almennum verslunarháttum eða bannar ykkur að nota hundinn til undaneldis.

Í kaupsamninga á að vera ákvæði um, að seljandi greiði kostað sem hlýst af, ef í ljós kemur falinn galli hjá hundinum. Hægt er að fá hjá Hundaræktarfélagi Íslands staðlaðan kaupsamning, svo ekki sé notaður einhliða kaupsamningur ræktanda.Einnig er hægt að fá upplýsingar um ræktendur hjá þeim.
Til að velja hvolp má líta á þessar síður: Dog Owner’s Guide og Petnet

Ekki kaupa hund fyrir einhvern annan eða af því að þú vorkennir honum. Hundi fylgir mikil ábyrgð og vinna ef ala skal upp góðan hund sem þú vilt geta notið þess að vera með næstu 10-12 árin, jafn vel lengur.

Hreinsaðu upp eftir gæludýrið þitt!
Mundu að hafa alltaf poka meðferðis í gönguferðir til að hreinsa upp eftir hundinn.

 

Almennt heilsufar gæludýrs

Ef hundur nýtur góðrar mönnunar og hverjum kvilla eða öllum meiðslum er sinnt þegar í staô, verður hann sennilega heilsugóður og langlífur.
Þegar meltingin er í ólagi, étur hann gras, sem veldur uppköstum og getur það losaö hann við óþægindi. Ef hann virðist vera með harðlífi nægir venjulega ein til tvær teskeiðar af parafinolíu til að lækna hann. En ef hún hrífur ekki og hann heldur stöðugt áfram að kasta upp, þá þarf að leita til dýralæknis.
Aðrir sjúkdómar, sem krefjast aðstoðar dýralæknis eru sem hér segir:

  • Hundahreinsun. Skyllt er að láta hreinsa hundinn árlega gegn sullaveiki og öðrum innyflisormum, sem geta borist í fólk. Best er að ormhreinsa hundinn tvisvar á ári. húðsjúikdómar, eins og t.d. sárar skellur. ofnæmi og exem. Það er í boði uppá dýralækningastofu.
  • Hlustarverkur, sem þekkja má á því, að hundurinn hristir hausinn, klórar sér í eyrað eða þá á illþefjuðum eyrnamerg, sem rennur út úr eyrunum.
  • Stíflaðir endaþarmskirtlar, sem gera vart við sig með kláða undir rófunni, graftarkýlum og annarri bólgu.Hundurinn rennir sér oft á rassinum.
  • Spóluormar (ascaridis), sem þekkja má á því, að hundar leggja af og þrífast verr, auk þess missir feldur þeirra skínandi lit sinn og kviðurinn þrútnar.
  • Reynið ekki að lækna þessa kvilla sjálf.
    (úr bókinni Hundurinn minn eftir Mark Watson).

Bólusetning. Bólusetja ætti hundinn árlega gegn smáveirusótt og smitandi lifrabólgu uppá dýralækningastofu.

Röntgenmyndir: Hjá meðalstórum og stórum hundategundum er mjaðmarlos (Hip Dysplasia) arfgengur sjúkdómur, sem nú er ætlast til að hundar séu skoðaðir fyrir með röntgen, áður en þeir eru notaðir til ræktunar. Einnig sést hjá þessum tegundum víkandi erfðasjúkdómur sem eru liðskaðar í olboga (elbow dysplasia). Ástæða er að láta röntgenmynda olboga um leið og mjaðmir. Hjá litlum hundategundum er til sjúkdómur í mjöðum ( Legg Calvé Perthes Disease), sem er álitinn erfðatengdur og ástæða gæti verið að láta mynda fyrir.

Tannhreinsun. Látið dýralækninn hreinsa tennur hundsins þegar tannsteinn sést á tönnum. Tennur verða gular og hundurinn verður andfúll. Þar sem tannsteinn safnast á tennur hunda með tímanum er algengt að eldri hundar hafi slæmar tennur. Tannsteinn orsakar bólgu í tannholdi (gingivitis) og gómar dragast saman og minnka. Þetta veldur oft sýkingu í tannrótinni (periodontitis) og þar kemur að tennurnar losna og detta úr að lokum. Þar sem þetta er sársaukafullt fyrir hundinn er best að láta fjarlægja tannsteininn áður en tannholdið er orðið mjög bólgið. Vitaskuld tekur tannsteinn aftur að safnast á tennurnar eftir að þær hafa verið hreinsaðar og því er gott að gefa hundinum mat sem reynir svolítið á tennurnar og hægir á tannsteinsmyndun. Þurrfóður hentar vel í þessu skyni. Einnig þarf hundurinn að naga eitthvað hart, svo sem bein eða hundabein.

Eyru. Einn af alvarlegri sjúkdómum hunda er án efa eyrnabólga. Eigendur verða að vera meðvitaðir um það hversu alvarlegur þessi sjúkdómur getur verið og haga forvörnum í sambandi við það. Mjög algengt er að hundaeigendur komi um miðja viku með hund í skoðun og hafi verið að koma ofan úr sumarbústað eða úr löngum bíltúr. Hundurinn hafði verið með hausinn út um gluggann mestan hluta leiðarinnar, prófið það sjálf og athugið hvernig ykkur líður í eyrunum á eftir. Einnig verður að hafa í huga að fuglahundar sem eru mikið á sundi eru í áhætturhóp, hvað þetta varðar. Eyrun verða rök og bakteríur eignast þar með fullkomið skjól, raki og 38 stiga hiti, gaman gaman. Eftir svoleiðis túra verður að þurrka eyru hundanna mjög vel. Góð regla er að skoða reglulega í eyrun á hundum og jafnvel þefa upp úr þeim. Hundurinn ykkkar getur jafnvel sýnt einkenni eyrnabólgu, sem þið verið skilyrðislaust að þekkja; hallar undir flatt klórar sér í eyranu og framleiðsla á eyrnamerg er stóraukin , nokkuð sem eigendur geta vel tekið eftir. Gott er að hreinsa reglulega eyru (sérstaklega lafandi eyru) með eyrnahreinsi, sem leysir upp eyrnamerg og minnkar líkur á sýkingu eða eyrnamaur. Ef sýking kemur í eyru fellst meðferð í því að fyrst eru eyrun hreinsuð með eyrnahreinsi og síðan er sýklalyfi og eða sveppalyfi hellt í eyrað og nuddað vel. Best er að komast hjá notun sýklalyfja í eyru, svo notið eyrnahreinsi reglulega.

Þjálfun Hundaræktafélagsins gefur kost á tímum í íþróttum


Ormar og ormahreinsun

Iðraorma

Hvolpar smitast oftast í móðurkviði og fæðast með lirfur í líkamanum. Algengast er að hundar smitist á þeim slóðum þar sem margir hundar koma saman með saur , en einnig er þeim hundum hætt við smiti, sem veiða smádýr og éta, og þeim hundum sem eru á hundabúum. Iðraormar eru hættulegastir hvolpum og unghundum, því mótstaða þeirra er lítil. Fulloðnir hundar sýna yfirleitt lítill einkenni ormasmits, en eru stöðugir smitberar. Stundum má greina orm eða hluta af ormum í saur hunds, en oftast er hundur einkennalaus. Merki um smit er:

  • Niðurgangur
  • Uppköst
  • Hósti
  • Hiksti
  • Mattur feldur
  • Litlir hvolpar
  • Vanþrif
  • Þaninn kviður

Spóluormar,bitormar og bandormar hunda geta borist í ketti. Mýs, rottur,fuglar og skordýr geta verið hýslar lifra spóluorma og sumra bandormstegunda. Spóluormar geta smitast í fólk, aðallega til barna á aldrinum 0-5 ára.

Spóluormar: Hundaspóluormurinn getur orðið allt að 18 cm langur. Smit berst með saur eða bráð. Lirfurnar bora sig í gegnum þarmveggina og berast með blóðrás til lifrarinnar. Þaðan berast þær til lungnanna. Í lungunum fara þær inn í berkjurnar og berast þaðan um barka upp í kok. Lifrunum er kyngt og úr maga berast þær til smágirnis, þar sem þær verða kynþroska ormar, sem verpa eggjum. Eggin berast út með saur. Þroskaferillinn tekur að jafnaði um 5 vikur. Smádýr sem mýs, fuglar og skordýr éta eggin. Hjá fullorðnum hundum þróast aðeins fáar lirfur í kynþroska orma vegna mótefna hundsins gegn ormum. Þess í stað berast lirfur til ýmissa líffæra hundsins og leggjast þar í dvala. Í hvolpafullri tík fara lirfurnar á kreik eftir 40 daga meðgöngu og berast með blóðinu til fóstranna og smita fóstrin. Fyrsta mánuðinn eftir got flakka lifrur úr líkama móður yfir í júgur og berast þaðan með mjólkinni í hvolpana. Sé smitálag mikið á meðgöngu, fæðast smærri og þróttminni hvolpar. Tveimur til þremur vikum eftir fæðingu hafa kynþroska ormar þroskast í meltingarvegi hvolpanna og endursmit verður til móður, er hún sleikir hvolpanna. Egg spóluorma eru lífseig og lifa árum saman úti sem inni – þola frost,hita,sól og hreingerningar.

Bitormar og svipuormar hafa fundist í innfluttum hundum en ekki greinst í íslenskum hundum.

Bandormar

Í gulbandormur veldur sullaveiki í mönnum og grasbítum. Hundar smitast við að éta sull úr innmat sláturdýra. Ígulbandormurinn er venjulega 4-6 mm langur. Sullaveiki er að mestu horfin á Íslandi, sem líklega má þakka skipulagðri og lögbundinni hundahreinsun í gegnum tíðina, en ígulbandormur, sem og aðrir bandormar geta hæglega borist hingað til lands aftur með innfluttum hundum. Breiðibandormurinn finnst stundum í hundum sem étið hafa hrátt silungsslóg. Meðferð gegn þráðormum byggist á því að fyrirbyggja smit og útrýma smiti. Nauðsynlegt er að fjarlægja saur eftir hundinn, jafnt í garðinum heima sem og annars staðar. Koma í veg fyrir að hundurinn smitist, t.d. við að éta smádýr eins og mýs og fugla. Meðhöndla hundinn með fjölvirku ormalyfi eftir ákveðinni meðferðaráætlun. Við lögbundna hundahreisun eru notuð lyf sem virka á bandorma.

Best er að ormahreinsa hunda 1-4 sinnum á ári. Hundar í smithættu, eins og veiðihunda og hunda, sem eru mikið inn um aðra hunda ætti að meðhöndla allt að 4 sinnum árlega. Rétt er að meðhöndla hunda fyrir árlega bólusetningu, fyrir hundasýningar og áður en hundur er settur á hundahótel. Tíkum á að gefa ormalyf fyrir pörun, fyrir got og aftur um leið og hvolpunum, þegar þeir haa náð 2-3ja vikna aldri og 5-6 vikna aldri. Gott er að gefa hvolpum aftur fyrir bólusetningu 12 vikna gömlum.

(úr bæklingi um Panacur birt með leyfi Thorarensen lyf ehf.)


Örmerking

Örmerki er örlítill kubbur, sem er settur undir húð og virkar líkt og strikamerking.

Í Hundareglugerð flestra sveitarfélaga  er ákvæði um að hundar skulu merktir með örmerki. Örmerking er gerð af dýralæknum. Best er að láta örmerkja hvolpa um leið og bólusetning fer fram.


Smáveirusótt

Smáveirusótt í hundum er alvarlegur sjúkdómur sem canine
parvovirus af gerð 2 (CPV-2) veldur. Veira þessi greindist fyrst í hundum
um 1978 og breiddist fljótt um allan heim. Hérlendis sáust fyrstu tilfelli
af smáveirusótt  í hundum 1992.   Meðgöngutími sóttar er 5 – 10  dagar og smitefnið berst með saur og saurmenguðum hlutum. Hundarnir verða oftast mjög veikir og getur veikin leitt til dauða á skömmum tíma. Meðhöndlun felst í vökvameðferð, sýklalyfjagjöf og kærleiksríkri umönnun.

Bólusett er fyrir smáveirusótt með lifandi bóluefni og eru hvolpar bólusettir 8 og 12 vikna. Gott er að bæta þriðju bólusetningu við er hvolpurinn er 16 vikna. Síðan er bólusett árlega.


Mjaðmarlos

Sýnt hefur verið fram á það með rannsóknum að 25% sjúkdómsins stýrist af erfðum en 75 % af umhverfisþáttum, svo sem fóðrun, hreyfingu og líkamsþunga. Rannsóknum á náskyldum einstaklingum sýna, að þeir einstaklingar sem lifðu rólegu lífi sýndu minni einkennni síðar á ævinni, heldur en þeir sem höfðu verið hreyfðir mjög mikið á vaxtarskeiði.

En hvað er mjaðmalos ? Mjaðmalos er ekki meðfætt í þeim skilningi, að hundar fæðast ekki með mjaðmalos, heldur kemur fram á vaxtarskeiði hundsins og einkum hjá þyngri hundategundum og sjaldan eða aldrei hjá hundum léttari en 10 – 12 kg. Vaxtarskeið hunda er mismundi langt allt eftir tegundum hunda smærri hundarnir eru fyrr búnir að ná sínu vaxtarskeiði heldur en þeirr stærri. Það sem gerist er það að það eiga sér stað breytingar í mjðmalið (aukin liðvökvi, þykknun í liðpoka ,slöknun í liðbandi, rýrnun á vöðvamassa) til að vinna á móti þessari slöknun í mjaðmarlið eykst svo aftur spennna á aðra vöðva svo sem innanlærisvöðva, sem veldur dýrinu sársauka.

Mjaðmalos getur verið einkennalaus lengi fram eftir aldri, eftir því hve mikið það er í upphafi. Hægt er að styrkja vöðva hundsins með réttum æfingum, eins og frjálsri hreyfingu og jafnvel sundi, svo vöðvarnir í læri haldi á móti mjaðmarlosinu. Þegar mjaðmarlos verður meira (gráða D og E) myndast breytingar í beinum og liðfleti mjaðmarliðsins, liðhrörnum, sem valda sársauka. Sársaukinn lýsir sér að einhverju leyti líkt og gigt, hundurinn er ekkert alltof spenntur fyrir hreyfingu, tekur sér pásu eftir stuttan spöl, á erfiðara með að ganga upp stiga, hoppa upp í bíl og hreyfingar afturhlutans geta verið reikandi. Einkenni um mjaðmarlos á röntgen koma oftast fram á 10-18 mánaða aldri . Einkenni hjá þyngri hvolpum eru oft heldur sýnilegri og um leið alvarlegri, heldur en hjá þeim hvolpum sem léttari eru, nokkuð sem hundaeigendur geta haft huga við fóðrun hvolpa.

Hafa verður í huga að áhrifa mjaðmalosins gætir enn frekar hjá hundum, þegar þeir taka að eldast og getur hamlað hundinum mjög á efri árum. Með röntgenmyndatökum er hægt að greina sjúkdóminn snemma og þjálfa hundinn í samræmi við það. Þegar breytingar í og við liðinn valda sársauka er hægt að draga úr sársaukanum með verkjastillandi lyfjum og bæta líðan hundsins en koma þó ekki í veg fyrir liðbreytingar, einnig eru til skurðaðgerðir þarsem hreinlega er skipt um mjaðmalið en þær eru takmarkaðar við léttari hunda og eru ákaflega sérhæfðar og kostnaðarsamar.

Í upphafi var sagt að mjaðmalos geti ekki eða sjaldan komið fyrir hjá smáhundum og væntanlega hafa smáhundaeigendur þá andað léttar. En þó slík sé raunin er til hjá þeim annar sjúkdómur sem trúlega er einnig að einhverju leyti arfgengur, Legg Calvé Perthes sjúkdómurinn, en einkennun hans mætti líkja við einkennum mjaðmalos. Þar er það kúla á lærlegg (caput femori) sem skemmist og dýrin sýna helti á háu stigi.

Sjúkdómurinn kemur fram er hvolpurinn er 3-11 mánaða. Eina lækningin við þessu er skurðaðgerð þar sem lærleggshálsin er hreinlega skorinn af, nokkuð sem veldur sjaldan vandkvæðum hjá smærri hundum þótt vissulega sé þetta erfiður tími fyrir hundana.

Hjá meðalstórum og stórum hraðvaxta hundategundum er annar vikjandi erfðasjúkdómur sem kemur fram sem liðbreyingar í olboga (Elbow Dysplasia). Liðbreytingar þessar myndast vegna óeðlilegrar þróunnar einhvers af þremur hlutum olbogaliðsins, (Fragmented processus coronoideus, Ununited processus anconeus, Osteochondritis dissecans).

Þróunin verður sívaxandi liðhrörnun, breytingar í og umhverfis olbogaliðinn líkt og við mjaðmarlos. Ef orsökin finnst snemma með röntgenmyndatöku, er oft hægt að lagfæra gallann með skurðaðgerð. Þar sem sjúkdómurinn hefur erfðafylgni, er mikilvægt að láta mynda ræktunarhunda og þanning að reyna að lækka tíðni sjúkdómsins með ræktunarstarfi.


Augnsjúkdómar

Vaxandi sjónurýrnun er meðal þeirra augnsjúkdóma er erlendir sérfræðingar á vegum Hundaræktarfélagsins skoða í hundum hér á Íslandi og er sú skoðun framkvæmd tvisvar á ári, á vorin og haustin, eins og hundaeigendur vita.
Vaxandi sjónurýrnun er hópur sjúkdóma með sömu sjúkdómseinkenni er hafa mismunandi lífeðlisfræðilegan framgang eftir því hvaða hundategund á í hlut. Sameiginlegt hjá þeim öllum eru þó skemmdir á stöfum og keilum – ljósnæmum frumum sem staðsettar eru í sjónhimnunni – og er í raun hægt að tala um sjónurýrnun. Sjúkdómurinn er erfðasjúkdómur er erfist á svokölluðu víkjandi erfðamynstri (autosomal ressiv) nema hjá síberskum husky þar sem hann erfist á X tengdum kynlitningi.

Vegna þessa erfðagangs eru nær allir hundar, sem fá sjúkdóminn, hreinræktaðir. Sjúkdómurinn virðist ekki koma fram hjá öllum hundakynjum og er nokkuð breytilegt hvernig sjúkdómurinn þróast og á hvaða aldri hann kemur fram eftir því hvaða hundakyn á í hlut. Til að flækja málin enn frekar getur hann tekið á sig mismunadi myndir jafnvel innan sama gots.

Einkenni eru fyrst í stað vaxandi rökkurblinda og síðan næturblinda, sjónin smáversnar þar til hundurinn hefur að fullu tapað sjón. Oft kemur einnig fram aukið „endurskin“ í augunum. Ský getur komið fram á augasteini og er það oft það sem eigendur telja að sé ástæða blindu í hundum þeirra. Gláka getur einnig komið fram í kjölfarið svo og framfall á linsu (luxatio lentis).

Eins og áður kom fram er nokkuð mismunandi hvernig og á hvaða tíma sjúkdómurinn leggst á hin ýmsu hundakyn. Af heimildum að dæma virðist púðlar veikjast hvað oftast og þá þegar þeir eru 3-5 ára. Einnig getur veikin komið fram hjá labrador retriver á svipuðum aldri en einnig er þekkt form þar sem veikin kemur fyrr fram hjá hinum síðarnefndu. Hjá írskum setter getur veikin orsakað næturblindu hjá 3 vikna gömlum hvolpum og algerri blindu hjá eins árs gömlum hundum eins og dæmi sanna hér á Íslandi.

Hjá miniature schnautzer er stundum hægt að greina með sértækum aðferðum breytingar í augnbotnum hjá 8 vikna gömlum hvolpum þótt hundarnir missi ekki sjónina fyrr en 3-5 árum seinna. Amerískir cocker spaniel geta fengið sjúkdóminn 1-3 ára. Einnig geta enskir springer/cocker spaniel, collie og tibetan terrier fengið sjúkdóminn. Enn sem komið er þessi sjúkdómur ólæknanlegur og það sem verra er, ekki er á nokkurn hátt hægt að finna út þau dýr sem hugsanlega bera þetta gen með sér nema að para þau fyrst. Þau dýr sem fá þennan sjúkdóm, systkini þeirra og foreldra ætti að útiloka frá allri frekari ræktun hversu harkalegt sem það kann að virðast, öðruvísi er ekki hægt að sporna við þessum sjúkdómi.

Ég vona að þessi pistill hafi orðið einhverjum lesendum Sáms til gagns og hvet sem flesta hundaeigendur að hafa samband við sínar deildir innan Hundaræktarfélagsins og athuga hvernig málin standa með augnskoðanir.
Óska lesendum að lokum gleðilegs síðsumars.

Hörður Sigurðsson, dýralæknir
Dýralæknastofu Dagfinns.

Heimildir:
Charles L Martin: Augenkrankheiten bei Hund und Katze.
Schaper 1994
IngoWalde /Ekkehard H Scaeffer: Atlas der Augenkranheiten bei Hund und Katze. Schattauer 1997
CD Canis CD rom Vetstream 2001
Hans G Niemand /Peter F Sueter: Praktikum der Hundeklinik .
Blackwell 1994
Bruce James: Opthalmology.
Blackwell 1997

Hundar í bíl

Flestir hundar hafa gaman af því ferðast í bíl og þegar hundurinn er orðinn vel vaninn, munuð þið einnig hafa ánægju af bílferðinni og njóta þess að hafa hann með. Hvolpar verða oft bílveikir, svo ekki er vert að vera lengi í bílunm í einu fyrst  um sinn.

Ef hann á það til að verða bílveikur er gott ráð að leggja gæludýrið á gólfið þar sem útsýnið getur ekki haft truflandi áhrif á hann. Einng er gott að gefa hundinum ekki mikið að borða áður en lagt er af stað. Helst ætti að hafa hundinn í sérstöku búri eða hundagrind aftur í bílnum upp á öryggi hundsins. Ef langferð er nauðsynleg, stöðvið bílinn eins oft og hægt er meðan á ferðinni stendur. Flestir hundar læknast af bílveiki.


Á bílastæði

Þegar hundar eru skildir eftir einir í bíl, skal farið að öllu rmeð gát. Í fyrstu skulið þið ekki reyna það nema smástund í einu, vegna þess að hvolpar og ungir hundar verða oft skelfingu lostnir, ef þeir eru skildir eftir einir í bíl. Það getur verið gott að skilja eftir einhverja flík hjá honum, eins og t.d. peysu, sokk eða jafnvel skó, sem gerir það að verkum, að honum finnst þér vera nálægur.

Smátt og smátt sættir hann sig betur við lengri biðtíma, svo framarlega sem þér látið hann aldrei vera svo lengi einan, að hann verði æstur og hræddur.
Hafið rifu á glugganum til þess að hann fái nægilegt loft. Á veturna er það tiltölulega auðvelt að hlúa að honum með ábreiðu, en á sumrin er mikil hætta á því að honum verði of heitt, en hundar eru mjög viðkvæmir fyrir hita. Reynið umfram allt að finna skuggsælan stað, til þess að leggja bílnum.

Jafnvel þó skýjð sé, þegar þér skiljið við hann, getur rofað til og sólin farið að skína og það snögghitnar inni í bílnum á skömmum tíma. Þetta er alvarlegt vandamál fyrir hundaeigendur í bílastæðisvandræðum nú á dögum. Það er ekki hægt að opna gluggana nægilega mikið og væri það gert, gæti hann stokkið út og það er ekki öruggt að binda hann fastan með ólinni inni í bílnum, þar sem hann gæti kyrkt sjálfan sig eða hengt.

Hráfæði/heilsufæði fyrir hunda

Þýtt og staðfært úr bókinni Natural Health for dogs and cats eftir Richard H. Pitcairn dýralækni og Susan Hubble Pitcairn frá 1989.
Hægt er að gera stórar uppskriftir og geyma í ísskáp (geymist í 1 sólahring) eða frysti.  Ef maður gerir það er best að reikna út magnið fyrir hverja máltíð og geyma í passlegum skömmtum og bæta duftblöndu, olíublöndu og E-vítamíni út í rétt áður en það er borið fram. Það er líka gott að blanda grænmetinu út í rétt fyrir fóðrun, svo það sé sem ferskast.
Gefa daglega út á matinn:

Olíublöndu f hunda
Duftblöndu f. Hunda
E-vítamín

Duftblanda f. Hunda
5 dl ölger
3.75 dl beinamjöl (eða 2,5 dl kalkfosfat – og gefið ca 10% minna af duftblöndunni)
1,25 dl þörungamjöl (má blanda með alfa-alfa dufti til allt að helmings)
Ef hundurinn borðar mikið af beinum borgar sig að helminga duftskammtinn.  Best er að gefa einungis stór, hrá bein.
Olíublanda f. Hunda
4,5 dl jurtaolía
0,5 dl þorskalýsi
50-100 a.e. E vítamín (svo hún þráni ekki)
best að geyma í brúnni flösku í ísskápnum
Magnið fer eftir stærð hundsins:
Þyngd hundsins
Magn duftblöndu
Magn olíublöndu
E-vítamín
Að 10 kg
2 tsk
1 tsk
50 a.e.
10-15 kg
4 tsk
2 tsk
100 a.e.
15-25 kg
2 msk
1 msk
150 a.e.
25-35 kg
3 msk
1,5 msk
200 a.e.
35-50 kg
½ dl
2 msk
300 a.e.
Yfir 50 kg
1 dl
2,5 msk
400 a.e.
Uppskriftir
Kjöt- og kornblanda
5 dl soðin híðishrísgrjón
2 dl miðlungs feitt kjöt (eða magurt kjöt og 2 msk matarolía)
1 dl hakkað eða skorið grænmeti
í þessa uppskrift passar að setja 4 tsk duftblöndu, 2 tsk olíublöndu og 100 a.e. (alþjóða einingar) af E-vítamíni.  Uppskriftin er hæfilegur dagskammtur fyrir 12 kg hund.
Kjöt og bauna/hrísgrjóna réttur
4 dl soðin hýðihrísgrjón
1 dl magurt kjöt
1,5 dl soðnar baunir (pinto, nýrna, svartar, eða lima)
0,5 dl rifið eða hakkað grænmeti
1,5 msk matarolía
1 msk ölger
Best borið fram volgt!
Kartöfluréttur hvutta
2,5 dl soðnar kartöflur
1 dl kotasæla
1 msk ölger
0,5 dl mjólk
0,5 dl rifinn ostur
2 msk rifið eða hakkað grænmeti
Til að stækka eða minnka uppskrift:
Þyngd hundsins
Margfalda með
2,5
0,25
5
0,5
10
1
15
1,5
25
2
35
2,5
45
3
55
3,5
65
4
Ath!  Dagskammtur hunds fer líka eftir hreyfingu og aldri, minna fyrir þá sem hreyfa sig lítið.

Meðganga

Meðgöngutíminn hjá hundum er 61-63 dagar.  Fyrri mánuð meðgöngunnar þarf tíkin enga sérstaka umönnun, fóðrun og hreyfingu er best að hafa með hefðbundnu sniði.  Seinni mánuðinn þarf hins vegar að fara að gefa henni prótein og orkuríkara fóður.  Auðvelt er að gera það með að gefa henni hvolpafóður.  Hlutfall hvolpafóðurs í venjulega fóðrinu er aukið um 25% í hverri viku, síðustu 4 vikur meðgöngunnar, þannig að síðustu vikuna er hún eingöngu á hvolpafóðri.  Í takt við að hvolparnir stækka, minnkar plássið í maganum.  Tíkin þarf því að éta oftar og lítið í einu.

Passa skal þó að offóðra ekki – meiri líkur eru á því að fæðingarerfiðleikar verið hjá of feitum tíkum. Passið upp á bólusetningar fyrir pörun og ormahreinsið tíkina ca. þremur vikum fyrir áætlað got. Gott er að setja upp gotkassa og hafa hann á rólegum og afviknum stað þar sem er hlýtt en ekki of heitt.  Passa þarf að tíkin komist út úr kassanum en ekki hvolparnir, undirlagið þarf að vera mjúkt, gott eitthvað sem má þvo á suðu eftir gotið eða henda. Einnig er gott að eiga til joð til að bera á naflastrenginn á hvolpunum og þráð til að binda um naflastrenginn, skæri og svo auðvitað símanúmerið hjá dýralækninum.


Fæðing

Einkenni sem benda til að fæðingin sé á næstu grösum:

  • tíkin fer að vera móðari en venjulega, eins og henni sé stanslaust heitt
  • mjólk kemur í spenana
  • krafs og hreiðurgerð
  • gott er að mæla tíkina á hverjum degi rétt fyrir áætlaða fæðingu, en líkamshitinn fellur um 0,5 -1 gráðu frá eðlilegum líkamshita ca. sólahring fyrir got, eðlilegur hiti fyrir hund er ca 37,5-39 C, mælt er með venjulegum mæli í rassinn með smákremi á oddinum

Fæðingin sjálf skiptist í 3 stig: Útvíkkunarstig, rembingsstig og fylgjufæðingu.

Útvíkkunarstig:  legið dregst saman, tíkin verður óróleg, kíkir á kviðinn, étur ekki, er mikið í hreiðurgerð og jafnvel kastar upp.  Þetta stig getur varað í 0-48 tíma (oftast 6-12 tíma), allt eftir hvort tíkin hefur gotið áður og skapgerð hennar og eiganda.  Órólegur eigandi getur líkt og óróleg tík lengt útvíkkunartímabilið um þó nokkra klukkutíma.  Rólegt umhverfi og lítið stress er mikilvægt, hvolparnir koma jú ekki í heiminnn fyrr en þeir eru tilbúnir. Þegar fyrsti hvolpurinn kemur upp í leghálsinn hefst annað stig fæðingar.

Rembingsstig:  Hríðarnar verða mjög kröftugar og styttra verður á milli þeirra.  Oft koma þær í bylgjum og leghálsinn víkkar enn meira.  Ef fyrsti hvolpur er ekki kominn eftir klukkutíma rembingshríðir þarf að hafa samband við dýralækni.  Þær hvíla sig svo á milli hvolpa í 1-3 klukkustundir.  Ef hvolpur nr 2 er ekki fæddur eftir 30 mínútna virkar rembingshríðir þarf að hafa samband við dýralækni.  Hvolparnir fæðast í belg og tíkin sér um að rífa hann af.  Ef hún hefur ekki gert það stuttu eftir fæðinguna (1/2 – 1 mín) þarf maður að rífa hann frá vitum hvolpsins svo hann kafni ekki. Ef hvolpurinn andar ekki sjálfur gæti verið vökvi lungum hans. Takið hvolpinn í lófann og hallið í lóðrétta stöðu með höfuðið niður og hristið hann varlega til að reyna að fá vökvann úr lungunum. Strjúkið hnakka og kvið með handklæði til að reyna að örva öndunina. Stundum getur verið gott að gefa vænan selbita í nasirnar við það fer öndunin oft í gang. Þegar tekist hefur að koma önduninni i gang skilið þá hvolpinum til tíkarinnar og andið léttar!

Oftast bítur tíkin sjálf líka á naflastrenginn, en ef hún gerir það ekki, eða ef það blæðir úr naflastrengnum þarf að binda fyrir hann með bómullarþræði/þykkum tvinna, ca 3-5 cm frá hvolpnum og klippa síðan á strenginn ca hálfum cm fyrir neðan bandið.  Ef við þurfum að grípa svona inn í er gott að sótthreinsa naflastrenginn á eftir með joði.

Hvolparnir geta fæðst með rassinn fyrst eða höfuðið fyrst, það skiptir ekki öllu hvernig þeir snúa.  Ef hvolpurinn er eitthvað lengi hálfur úti þá er í lagi að toga varlega í hann í átt að gólfinu og toga með hríðunum.

Fylgjufæðing:  Það er ein fylgja á hvern hvolp, hún kemur ekki alltaf með hvolpinum, það geta fæðst 2-3 hvolpar og svo komið 2-3 fylgjur saman.  Gott er að telja fylgjurnar svo hægt sé að vita hvort einhver sé eftir í tíkinni.  Tíkin þarf ekki að borða fylgjurnar, það er í lagi ef hún gerir það en hún getur fengið niðurgang af þeim.  Eftir að allir hvolparnir eru komnir, leggst ró yfir tíkina, hún fer að sinna þeim og koma þeim á spena. Hvolparnir þurfa ekki að fara strax á spena þeir fæðast með ca 8 tíma fitubirgðir, þannig best er að leyfa henni að sjá um þetta sjálfri.  Skynsamlegt er að vigta alla hvolpana við fæðingu, þeir geta lést fyrsta sólahringinn, eftir það eiga þeir að bæta á sig.  Ef einhver bætir ekki á sig gæti verið að hinir hvolparnir séu of frekir og hann kemst ekki á spena, þá þarf að passa upp á það.  Eftir fæðingu kemur blóðlitað (rautt/brúnt) slím frá tíkinni í 3-4 vikur. Það lyktar ekki.

Oftast gengur got hjá tíkum eðlilega fyrir sig, tíkin fæðir án hjálpar og það er spennandi upplifun fyrir bæði eiganda og tíkina.  En stundum er eitthvað ekki alveg eins og það á að vera og er þá best að hafa samband við dýralækni.  Rétt er að leita aðstoðar dýralæknis ef eitthvað af eftirfarandi passar við tíkina þína:

  • meðgangan er lengri en 65 dagar án þess að tíkin sýni nein merki um að búast undir fæðingu.
  • það kemur grænsvart slím frá tíkinni án þess að fæðing sé hafin
  • fæðing er ekki hafin, 36 tímum eftir að hitinn lækkaði um heila gráðu
  • blaðran sést og það kemur ekki hvolpur innan 3 tíma
  • sterkar hríðir eða fósturvatn kemur án þess að hvolpur fæðist innan hálftíma (á ekki við um fyrsta hvolp, sjá að ofan)
  • meira en 3 tímar milli hvolpa
  • tíkin byrjar að æla, virkar þreytt, grípur eftir andanum, spangólar eða sýnir önnur merki um mikla verki
  • kröftug blæðing kemur frá fæðingarveginum
  • hvolpur situr fastur
  • of fáar fylgjur borið saman við fjölda hvolpa
  • engar hríðir en grunur leikur á um að það séu fleiri hvolpar

Ef þið eruð í vafa er réttast að hringja á dýralækni og leita nánari upplýsinga.  Ekki hika við að hringja ef spurningar vakna, þó svo það sé í miðri fæðingu.

Oft þarf að gefa hvolpum mjólk ef móðirin mjólkar ekki nóg eða hvolpurinn nær ekki að sjúga. Hægt er að kaupa tilbúna mjólk, en líka er hægt að búa til blöndu.

0,8  lítrar mjólk

0,2 lítrar 12% rjómi

1 eggjarauða

6 g beinmjöl

10 stk sítrónusýrutöflur (leyst upp í matskeið af vatni)

Gott að setja dálítið af vítamínum út í

Hita blönduna í 40 gráður og setja þá sítrónublönduna í.

Magn sem er gefið hvolpi eftir aldri:

3 daga  15-20% af líkamsþunga

7 daga 22-25% af líkamsþunga

14 daga 30-32% af líkamsþunga

21 daga 35-40% af líkamsþunga

10-12 daga geta hvolpar oft byrjað að borða aðeins mat með t.d. kjötfars.

Gangi ykkur vel

Dagfinnur

Gamli hundurinn

„Eðlilegt“ má teljast að hundar nái 8-15 ára aldri, stærri tegundir styttra en litlar tegundir. Elsti hundur sem er skráður varð 29 ára.

Hver eru helstu ellimerkin sem koma fram hjá hundum? Helstu merkin eru þau að hundurinn verður smátt og smátt makráðari, er minna á stjái og sefur langtímum saman á hlýjum stað. Margir hundar þyngjast vegna minni hreyfingar, sjón og heyrn daprist með aldrinum ásamt lyktarskyni og bragðskyni. Það þarf ekki að þýða að nauðsynlegt sé að svæfa þá. Með ofurlítilli auka umhyggju og athygli geta hundar lært að una sér vel innan vel þekktra veggja heimilisins. Hundurinn þarf að eiga hlýtt bæli þar sem ekki er dragsúgur og ekki er gott að láta hann vera úti lengi í einu þegar kalt er í veðri.

Hvernig er best að sinna gömlum hundi svo vel fari? Gott er að fara reglulega með hundinn í eftirlit til dýralæknis svo að vandamál eða hrumleikamerki uppgötvist sem fyrst.

Algengt er að eldri hundar fái gigt, eigi erfitt með hreyfingar, eins og stökkva upp í bílinn eða komast upp stigana. Gigt er yfirleitt meira áberandi í köldu veðri. Hægt er að minnka áhrif gigtar verulega með lyfjagjöf, t.d Rimadyl og bætiefnum líkt og liðamin.

Tannsteinn safnast á tennur hunda með tímanum, svo algengt er að gamlir hundar hafi slæmar tennur. Tannsteinn orsakar bólgu í tannholdi (gingivitis) og gómar dragast saman og minnka. Þetta veldur oft sýkingu í tannrótinni (periodontitis) og þar kemur að tennurnar losna og detta úr að lokum. Þar sem þetta er sársaukafullt fyrir hundinn er best að láta fjarlægja tannsteininn hjá dýralækni  áður en tannholdið er orðiðr mjög bólgið. Vitaskuld tekur tannsteinn aftur að safnast á tennurnar eftir að þær hafa verið hreinsaðar og því er gott að bursta tennur hundsins reglulega.

Offita getur haft alvarleg áhrif á heilsu hundsins er hann eldist, svo sem hjarta og stoðkerfi og aukið líkur á sjúkdómum eins og sykursýki.

Hjartasjúkdómar eru algengir hjá gömlum hundum. Offita og hátt saltinnihald í fóðri eykur álag á hjartað. Mikilvægt er að hundurinn sé skoðaður reglulega hjá dýralækni, svo hægt sé að byrja meðferð við hjartasjúkdómun snemma, oft hjálpar að breyta fóðri, til að minnka álagið á hjartað. Fóðrið þarf að innihalda meiri fitu og minna salt.

Öldrun getur haft áhrif á taugaherfið. Hundurinn verður sljór, daufur, svefn erfiður og jafnvel breyting á hegðun. Til  er fóður, sem getur hjálpað eins og fóðrið frá  Hills b/d.

Breyingar í hryggjarliðum og mjaðmarliðum fylgja oft aldri. Hundurinn er reikull að aftan og jafnvel hálflamaður. Hægt er að hjálpa með bólgueyðandi lyfjum og nálastungu.

Nýrna- og þvagfærasjúdómar sjást oft hjá eldri hundum og nýrnaskaðar eru algengasta dauðaorsökin. Oft kemur nýrasjúkdómar í kjölfar annarra ellimarka eins og lélegs hjarta, lifur eða legbólgu. Mikilvægt er breyting á dýrafóðri fyrir eldri hunda, þar sem dýrafóðrið er orkuríkt með lágu prótein-, fosfór- og saltinnihaldi ásamt réttu sýrustigi.

Áramót

Á gamlársdag, gamlárskvöld, nýarsdagskvöld og þrettándann er æskilegt að halda gæludýrum  inni við. Gott er að útbúa fyrir þá aðstöðu, skjól í einhverju rými sem þeir þekkja og finna til öryggistilfinningar. Hafið hjá þeim dót sem þeir þekkja. Gott er að útbúa fyrir þá skjól undir einhverju traustu, t.d. borði þar sem þeir geta haft dýnuna sýna eða teppið sitt.

Gætið þess að það sé ekkert í rýminu sem hundurinn getur slasað sig á og skemmt. Ef þú átt búr þar sem hundurinn er reglulega er gott að hafa hann í því. Gott er að draga fyrir glugga á gamlárskvöld og hafa opið fyrir útvarp þannig að hvellir og ljósagangur að utan hafi minni áhrif. Einungis í mjög slæmum tilfellum er ástæða til að gefa hundinum róandi lyf.  Ef eigandi telur að hundurinn þurfi róandi lyf þarf að leita tímanlega til dýralæknis og ráðfærið sig við hann.

Hræðsla við flugelda getur aukist með árunum, en það er vel hægt að venja hunda við hljóðið af flugeldum, til dæmis með því að spila hljóðupptöku af sprengingum og hækka styrkinn smám saman.  Þetta verður þó að athuga tímanlega.

Sumir hundar leita í fang eigandans þegar þeir verða hræddir, en aðrir vilja vera einir.  Ef hundurinn leitar sjálfur skjóls er best að leyfa honum að vera í friði og ekki reyna að draga hann fram. Ef hundurinn virðist ekki mjög hræddur má fara með hann út fyrir, en bara í taumi, þar sem hann getur orðið hræddur og hlaupið frá eigandanum.

Spurt og svarað

Almennt

Ég á 7 mánaða íslenskan hvolp og síðustu daga finnst mér hann vera með svo miklar stýrur í augunum, bæði þegar hann vaknar á morgnana og á daginn.
Verða hundar blindir á að fá sykur??
Þvoðu stýrurnar úr augunum í nokkra daga neð bómull vættum í soðnu vatni, ef ekki lagast þá láttu líta á þetta.
Of mikill sykur getur verið óhollur alveg eins og fyrir fólk, getur aukið líkur á sykursýki og fylgikvilli þess er stundum gláka sem veldur blindu hjá gæludýrum.

Nú þegar áramótin nálgast þá verða hundarnir mínir alveg brjálaðir við höfum prófað að gefa þeim róandi en það löfðu bara augun og þeir gátu varla mjakað sér afram þegar þeir gengju hvað á ég að gera ég hef prófað allt ???? 
Því reynirðu ekki að koma þeim á hundahótel fyrir utan bæinn yfir áramótin.

Ég er með tvo hunda og mér finnst oft vera svo mikil hundalykt af þeim er ekki til einhvert ilmvatn eða þess háttar fyrir hunda, því ég vil baða þá með sjampói sem sjaldnast?
Það er hægt að fá sjampó sem er spray til að sprauta yfir þá. Þú getur fengið það hjá okkur á Dýralæknastofu Dagfinns. Svo getur líka eitthvað verið að eins og endaþarmskirtlar, sem geta lyktað illa. Láttu athuga það hjá dýralækni.

Heill og sæll. Ég er með 2 hunda sem eru alveg yndislegir, en vandamálið er að þeir eru svo andfúlir að það er engu lagi líkt. Þeir eru á þurrfóðri og fá nagbein reglulega. Reyndar eru þeir ekkert sérlega duglegir með það, vilja heldur fá „alvöru“ bein sem þeir fá mjög sjaldan. Þessi eldri er með dálítinn tannstein, en sá yngri er með helmingi verri andfýlu og alveg hvítar tennur og ekkert bólgið tannhold. Er eitthvað til ráða svo ég kafni ekki? 
það gæti hjálpað að láta hreinsa tennurnar, svo getur fóðrið haft eitthvað að segja, það þarf kannski að finna fóður sem fer betur í þá. Láttu dýralækni líta á þá.

Flugelda hræðsla dýra. Nú þegar áramótin nálgast langar mig að fá ráð um hvað er best að gera við greyið hundana. Ég á tík sem gjörsamlega sturlast við að heyra í flugeldum. Er eina ráðið að gefa þeim róandi eða?
Best væri sjálfsagt að koma hundinum í burtu úr borginni eða þar sem er verið að skjóta upp flugeldum, ef það er mögulegt t.d. á hundahótel utan borgarinnar. Hægt er líka að vera með hundinum og halda um hann á meðan svo hann finni öryggi. Annasr er hægt að fá róandi fyrir hann.

Garpur er hundurinn hennar mömmu og hann er 8 ára Collie. Hann er búin að vera kvefaður núna í ca. mánuð og virðist vera með hæsi, alltaf að ræskja sig svo er hann kominn með hnúð á fótinn á stærð við hálfa mandarínu, hnúðurinn er mjúkur og hann kveinkar sér ekki þegar maður kemur við hann eða ýtir á hann…. gæti þetta verið tengt, er hnúðurinn e-ð hættulegt?
Láttu líta á hundinn hjá dýralækni.

Ég á 10 ára gamla blendings tík, Hún er með sömu litasamsetningu eins og Boouberman hundar (veit ekki hvort það er eins skrifað) Ég er ekki viss hverskonar blanda hún er en hún er ca. jafn stór og árs gamall Labrador hundur.Svo að ég komi mér að efninu, undan farið hef ég tekið eftir einhverjum hnúðum á henni rétt undir húðinni. Ég hef fundið 4 miss stóra einhver sagði að þetta væru skaðlausir fituhnúðar en mig langar að vita hvor þetta sé virkilega skaðlaust. valda þeir einhverjum óþægindum. Er eðlilegt að hundar gelltiog láti öllum illum látum í svefni, og hrjóti? 
Þetta eru líklega fituhnúðar eða stíflaðir húðkirtlar. Gott væri samt að láta líta á þetta hjá dýralækni. Hundar hrjóta oft, en þar sem hún er þetta gömul væri ástæða til að láta skoða hana vegna hjartans.

Hvað er venjulegur aldur hjá puddle hundum því að mín puddle hundur er 13 ára og er allveg að gefa upp andan en mamma vill ekki láta svæfa hanna .Er miklu betra að láta hana sofna?
Puddle geta líklega orðið allt að 15 ára. Ef tíkin kvelst ekki er allt í lagi að leyfa henni að eiga náðuga daga, en ef eitthvað er að ætti að láta dýralækni yfirfara heislu hennar, það er hægt að hjálpa heilmikið upp á öldrunarsjúkdóma, t.d. hjarta og gigt ásamt sérstöku fóðri sem hjálpar oft síðustu árin.

Ég er með 2 hunda sem eru alveg yndislegir, en vandamálið er að þeir eru svo andfúlir að það er engu lagi líkt. Þeir eru á þurrfóðri og fá nagbein reglulega. Reyndar eru þeir ekkert sérlega duglegir með það, vilja heldur fá „alvöru“ bein sem þeir fá mjög sjaldan. Þessi eldri er með dálítinn tannstein, en sá yngri er með helmingi verri andfýlu og alveg hvítar tennur og ekkert bólgið tannhold. Er eitthvað til ráða svo ég kafni ekki?  
það gæti hjálpað að láta hreinsa tennurnar, svo getur fóðrið haft eitthvað að segja, það þarf kannski að finna fóður sem fer betur í þá. Láttu dýralækni líta á þá.

Ég er með tvo hunda og mér finnst oft vera svo mikil hundalykt af þeim er ekki til einhvert ilmvatn eða þess háttar fyrir hunda, því ég vil baða þá með sjampói sem sjaldnast?
Það er hægt að fá sjampó sem er spray til að sprauta yfir þá. Þú getur fengið það hjá okkur á Dýralæknastofu Dagfinns. Svo getur líka eitthvað verið að eins og endaþarmskirtlar, sem geta lyktað illa. Láttu athuga það hjá dýralækni.

Ég á tíu ára gamla tík sem hefur alltaf verið einstaklega hraust, blíð og góð. Vinur okkar sem er gleraugnasmiður segir okkur að hún sé að fá gláku. Maðurinn minn fór með hana til dýralæknis (í Víðidal), reyndar út af öðru og spurði hvort þetta væri rétt. Dýralæknirinn sagði að hún væri að fá gláku en hann sagði ekkert meir og við fengum engar ráðleggingar eða neitt. Því spyr ég er virkilega ekkert hægt að gera? Tíkin mín er svo hraust að það er synd ef hún verður orðin blind innan skamms? 
Gláka er þegar afrennslikerfi augans bilar og þrýstingur eykst þar af leiðandi í auganu. Fyst er það svipað og þegar um hornhimnusýkingu er að ræða, en seinna bólgnar augað og fær eins og græna slikju. Hægt er að reyna að minnka þrýsting í auganu t.d. með ákveðnum augndropum. Hjá eldri hundum er gláka stundum fyldikvilli annarra sjúkdóma t.d. sykursýki. Oft er ráðlegt að athuga sykur hjá þessum hundum. Oft er þó um katarakt að ræða hjá eldri hundum sem gerir hornhimnuna gráleita og ógegnsæa. Lítið hægt að gera við því. Hundar geta þó lifað blindir ágætu lífa ef þeir eru í sínu vanalega umhverfi sem þeir þekkja.

Kæri læknir, þannig er að ég á þriggja ára springer spaniel, hann fékk um daginn eitthvað sem lýktist flogi, missti mátt í afturfótum og eins og hann dytti út, pissaði á sig og slegaði þetta gerðist í tvígang sama kvöldið en siðan ekki meir, þetta líkist lýsingu á flogaveiki en er það alveg öruggt að það geti ekki verið eitthvað annað, eg las í bók um springer að eitthvað væri til sem er kallað „fit“ lýsir sér svipað og flogaveiki en er það samt ekki, hvernig get ég komist að því hvort hann sé flogaveikur og meðan að ég er ekki viss má ég þá rækta undan honum?
Krampaköst geta verið flogaveiki en mögulega getur verið aðrar orsakir sem valda krömpum, t.d. heilaæxli, lifrasjúkdómar og fl. Ef þú ert heppinn er þetta kannski bara eitt sérstakt kast, en oftast koma þau upp aftur, fyrst með kannski löngu millibili en síðan verður oft styttra á milli kasta. Stundum er hægt er að halda flogaveiki niðri með lyfjum, sem eru gefinn daglega. Ekki er ráðlegt að nota hund með flogaveiki til undaneldis.

Sæl,geta hundar verið með asma ? Ég á ca.5ára gamlan hund og ég get svo svarað að hann fái asmaköst, eins og hann nái ekki andanum og brjóstkassinn dregst verulega saman á meðan þessu stendur, þetta kemur nú einstak sinnum fyrir hjá honum og , síðan hann á til að hósta stundum eins og „reykingahósti“. Er þetta ofnæmi eða e-ð annað ? einhvarsstaðar minnir mig að hósti gæti bent til hjartakvilla. þarf éf að hafa einhverjar áhyygjur? Takk Takk
Þetta gæti bent á hjartakvilla, en líka eitthvert lungna vandamál. Full ástæða er að láta skoða hundinn.


Fóðrun

Litli pomeranian hvolpurinn minn er orðinn 6 mánaða gamall. Við höfum verið frekar gjörn á að gefa honum matinn sem við borðum, og nú er svo komið að hann þverneitar að borða sinn eigin mat, og betlar þegar við erum að borða. Ef hann fær ekki að borða með okkur, þá sveltir hann sig. Hvað er til ráða?
Ég hef ekki ennþá heyrt um þann hund sem hefur svelt sig til dauða með fulla skál af þurrmat fyrir framan sig ! Ég skil áhyggjur ykkar mjög vel en eins og þú segir í fyrirspurninni berið þið nokkra ábyrgð á því hvernig komið er. Uppeldi á smáhundum vill oft fara dálítið forgörðum og þeir fá að komast upp með hluti sem stærri hundar væru skammaðir fyrir. Þið verið hægt og sígandi að reyna að breyta uppeldisaðferðum ykkar og minnka matargjafir af borðum ykkar. Þetta getur orðið leiðigjarnt og þreytandi ef hann heldur þessu áfram alla ævi. Þið verið hreinlega að skamma hann fyir betl og minnka matargjafirnar og reyna að koma honum aftur á þurrmatinn.

Ég var að spá í að fá mér hund,labrador, hvað heldurðu að það kosti að eiga hund,fæðan þar að segja á mánuði? Er betra að eiga kvk en kk? Ég fer dálítið í ferðalög á sumrin þá ætla ég að láta hann vera á hundahóteli á meðan ég verð í ferðalagi ca.mánuð en svo fer ég ekki oftar, líður honum vel á hundahóteli?? Ég á líka kanínu sem er oftast ein inn í bílskúr, leiðist henni? hún er svolítið stygg.
Labrador hvolpur kostar svona 80000 kr hugsa ég. Hundaþjálfun kostar eitthvað. Almennilegt þurrfóður sjálfsagt svona 6-7000 á mánuði. Svo kemur dýralæknakostnaður svona 10.000 á ári. Skráning held ég sé kannski um 10000 og ársgjald skráningar um 12000 á ári. Það er líklega alveg sama hvort er tík eða hundur. Hundahótelin eru ágæt held ég.Betri upplýsingar ætturðu að fá hjá Hundaræktafélagi Íslands. hrfi@hrfi.is


Hárlos

Ég er með 6 ára gamlan Border Collie sem er ALLTAF með hárlos, heilu flygsurnar falla af honum á hverjum degi, allan ársins hring. Hann er á próteinlágu fæði, fær vítamínkúra, mikla útiveru og hreyfingu, en ekkert gerist. Feldurinn er mjög fallegur og gljáandi, en hárlosið minnkar ekkert. Hvað er að og hvað er til ráða?
Stundum hjálpar að koma með hundinn í vitamínsprautur. Stundum getur hárlos verið ofnæmiskennt og hjálpar þá að finna rétta fóðrið fyrir hann, jafnvel setja hann á sjúkrafóður í einhvern tíma. Farðu með hann til dýralæknis..

Ef ég hefði hug á að fá mér hund er í lagi að skilja dýrið eftir allan daginn ég/við erum frá yfir daginn frá kl 8.30 til 17.30. Fer þetta t.d eftir hundategundum? Er einhver ein tegund annari betri m. tilliti til hárloss, gelts, eða geðbrygða??? (er með barn á heimilinu, ekki ungabarn samt) 
Ekki er hægt að mæla með því að fá sér hund sem á að skilja eftir heima allan daginn, þetta er allt of langur tími, ef enginn er heima né kemur heim allan tímann. Það eru tegundir hunda sem hafa ekki hárlos. Tegundir eru líka mismunandi að geði, en allar tegundir yrðu líklega geðvondar og erfiðar ef á að hafa hundinn einan allan daginn.Einnig veldur stress hjá hundinum hárlosi.


Atferli

Ég á 4 1/2 árs labrador tík, sem geltir oft á fólk sem henni bregður við, þetta gerist líka oft þegar þetta er kannski þroskaheft og fólk sem er skrítið eða drungalegt í útliti, sem einmitt mega ekki við svona „hrekkjum“, mér finnst þetta voða leiðinlegt, hvernig er hægt að venja hana af þessum ósið? 
Talaðu við hundaþjálfara, farðu kannski með hana á námskeið hjá Hundaræktunafélaðinu.

Okkur langar mikið til þess að eignast hund, við erum þrjú í heimili, en erum frá allan daginn frá ca. 08.30 til 17.30 gengur það? Verður hundurinn brjálaður af einverunni eða fer þetta eftir tegundum? Er það staðreynd að minni hundar gelti meira? T.d Pomeranien? 
Þetta er allt of langur tími fyrir hund að vera einn heima ef það er alla daga og enginn kemur heim yfir þennan tíma.Það yrðu flestir hundar brjálaðir. Gelt getur verið mjög einstakligsbunðið hjá öllum tegundum, fer eftir uppeldi og oft hve hundurinn er skilinn mikið eftir einn.

Ég hef eina spurningu varðandi hundinn minn sem er af tegundinni American Cocker Spaniel og er 9 mánaða gamall. Hann hefur gert mjög mikið af því að hlaupa í hringi og narta í lærið á sér. Hann getur hlaupið alveg upp undir 30 hringi og þegar hann gefst upp þá byrjar hann að gelta og gelta á lærið á sér, hundur sem geltir aldrei nema þegar verið er að ryksuga. Ég veit ekki hvað þetta er en systir mín (sem á reyndar hundinn) heldur því fram að hann sé bara með sinadrátt. En hún virðist nú ekki vita mikið um það. Það liggur við að maður vorkenni hundinum smávegis þar sem hann virðist ekki vera alltof sáttur við þetta. Hvað heldur þú að þetta geti verið?
Láttu dýralækni líta á hann til að athuga hvort eitthvað sé að í lærinu. Kláði, sár eða þvíumlíkt.

3ja ára tíkin mín er allt í einu byrjuð að gera þarfir sínar annarsstaðar en úti, en ekki á mínu heimili. Var ímyndunarólétt fyrir um viku síðan. Hvaða mótmæli eru þetta? Getur þetta verið vegna þess að ég er byrjuð að eyða meiri tíma með henni en áður? 
Sjálfsagt er þetta einhver taugaveiklun eftir ímyndunaróléttuna. Best er að tala við hundaþjálfara um þetta vandamál. Gott gæti verið að láta líka dýralækni líta á hana hvort eitthvað sé að t.d. legbólga.

Ef ég hefði hug á að fá mér hund er í lagi að skilja dýrið eftir allan daginn ég/við erum frá yfir daginn frá kl 8.30 til 17.30. Fer þetta t.d eftir hundategundum? Er einhver ein tegund annari betri m. tilliti til hárloss, gelts, eða geðbrygða??? (er með barn á heimilinu, ekki ungabarn samt) 
Ekki er hægt að mæla með því að fá sér hund sem á að skilja eftir heima allan daginn, þetta er allt of langur tími, ef enginn er heima né kemur heim allan tímann. Það eru tegundir hunda sem hafa ekki hárlos. Tegundir eru líka mismunandi að geði, en allar tegundir yrðu líklega geðvondar og erfiðar ef á að hafa hundinn einan allan daginn.

Ég á 4 ára blendings tík sem tók uppá því fyrir c.a ári síðan að vera frekar grimm við aðra hunda, þá sérstaklega aðrar tíkur. Hún urrar og æltar að ráðast á þær, en svo getur hún verið mjög góð við suma hunda. Maður þarf alltaf að ríghalda í ólina þegar maður mætir öðrum hundum í gönguferð, því maður veit aldrei hvað hún hyggst gera. Er eitthvað hægt að gera við þessu, eða er hún bara að sýna hver ræður?
Það væri best að fara með hana til hundaþjálfara á hlýðnisnámskeið.

Mig langar að spyrja þig varðandi ættbókarfærðan Boxer sem ég á. Þetta er rakki, 15 mánaða gamall. Þannig er að hann er ferleg mannafæla og gengur svo langt að hann jafnvel mígur niður úr hræðslu, þó viðkomandi sé ekki einu sinni að reyna að nálgast hann, augnsamband er nóg. Hann skelfur líka mikið þegar hann hittir fólk og hleypur í felur í íbúðinni og skiptir engu hvort hann sé að hitta fólkið í fyrsta skipti eða oftar. Heimilisfólki sýnir hann hina „alræmdu“ boxer-gleði, en þó hef ég fengið að heyra að hann hafi einstakt skap, mjög rólegur af Boxer að vera, þó augljóslega enginn „varðhundur“ í honum. Hvað er til ráða? NB við erum ekki að fást við uppeldi hunda í fyrsta skipti, en höfum í engu farið öðruvísi að með Boxerinn.
Líklega er best að tala við hundaþjálfara og fara með hann í hvolpanámskeið. Ef þetta reynist vera geðrænt vandamál t.d. vegna áfalls í æsku er hægt að koma með hann til dýralæknis og athuga með að setja hann á geðlyf.

Hvað get ég gert í sambandi við ameriskan cocker spaniel hund sem ég á. Hann er 2 ára og mjög blíður og góður en á það til að bíta og urra, sérstaklega þegar honum mislíkar eitthvað, t.d ef hann liggur einhvers staðar og það er stuggað við honum ég er búinn að reyna ýmislegt eins og að refsa honum og skamma en alltaf er geðið jafn stirt. Nú er ég að spá í að lóga honum en það er ekki það sem mig langar. 
Þetta er alvarlegt mál ef að hundurinn þinn urrar og bítur. Ég vona að enginn hafi slasast fram að þessu. Í þínum sporum mundi ég reyna að tala við hundaþjálfara og jafnvel hundasálfræðing og reyna í samvinnu við hann að vinna bug á á þessu vandamáli. Stundum getur verið nauðsynlegt samhliða þjálfun að tala við dýralækni og setja dýrið jafnframt á lyfjakúr.

Ég og fjölskylda mín eigum litla 3 ára poddle tík. Hún ælir stundum á gólfið einhverri gulri froðu og smá slími, með frekar löngu millibili, og þess á milli er allt í lagi með hana. Þetta gerðist oftar þegar hún var hvolpur. er þetta eðlilegt, gæti mataræðið verið ástæðan. Hún borðar engann Hundamat, við höfum prófað margar tegundir. Hún vill bara matinn sem við erum að borða. Við höfum reynt að að gefa henni ekki mat frá okkur en hún sveltir sig bara þar til við gefumst upp. Hún er með kattasandkassa til að gera þarfir sínar í og er algjörlega sátt við það en einstöku sinnum tekur hún upp á því að skíta á teppið inni í stofu eða í ganginum. Svo er hún skíthrædd við allt fólk og öll dýr hún hleypur þá bara í fangið á manni. Hún geltir mjög mikið sérstaklega á bréfberann og litlu krakkana sem bera út DV og þó hún sé hrædd við fólk eltir þau langar leiðir geltandi og urrandi ef hún er úti. Getur þú hjálpað okkur eitthvað í sambandi eitthvað af þessu. Við búum út á landi og getum því ekki farið með hana á hundanámskeið. Takk fyrir.
Ælið getur stafað af einhverjum mat sem hún þolir ekki. Reyndu að fyljast með hvort þetta skeður eftir að hún fær t.d. mjólk. Það virðist vera að uppeldið sé ekki alveg nógu gott, svo besta ráð er að komast á hlýðnisnámskeið með hana, eða talaðu við hundaþjálfara.

Ég er með eina tík 10 mánaða , blanda af collie, sheffer og terrier, hún er rosalega blíð, fljót að læra, hlýðin en það er eitt sem hún gerir sem ég get ekki fengið hana til að hætta að gera, það er sama hvað ég geri, hún má ekki heyra í krökkum, bílhurð skellta, umgang úti, einhvern koma að útidyrahurðinni, þá geltir hún stöðugt ef hún heyrir minnsta hlóð, það er svo komið að ég vil helst fara með hana í lógun eingöngu út af þessu því ég veit ekki hvernig ég á að fá hana til að hætta þessu, ég á eina litla dóttir sem tíkin er að vekja í tíma og ótíma á nóttunnu með þessu gellti sínu,hvað get ég gert til að fá hana til að hætta þessu gellti? Ég veit að hundar þurfa að gellta en þetta er of mikið af því góða, þetta er hundur # 3 sem ég á núna á síðustu 20 árum og þykist ég þekkja þá og hinir tveir gelltu ekki svona mikið. Með fyrirfram þökk.
Það getur verið mjög erfitt að venja hunda af svona gelti, þar sem þeir eru að verja húsið.. Þú ættir að fara með hana á hlýðnisnámskeið, ef þu ert ekki búin að því nú þegar.. Svo er hægt að ræða við hundaþjálfara hjá hundaskólunum. Síðasta úrræði getur verið að fá sérstaka ól á hana, til að venja af þessu.. Mögulegt væri að prófa geðlyf, þá þaftu að fara með hana til dýralæknis.

Sæl, Ég á 3 ára tík sem skyndilega hefur tekið ástfóstri við eitt leikfangið sitt, hugsar um það eins og það sé hvolpur. Þetta er plastdagblað, sem hann allt í einu vill alltaf hafa hjá sér, sefur með það og tekur það MJÖG varlega upp eins og hann sé að passa að meiða það ekki! er einhver sérstök ástæða fyrir því að hann gerir þetta?
Gæti hún verið hvolpafull? Er nýbúið að taka hvolpa frá henni? Mögulega gæti verið um gervi óléttu að ræða.