Um fyrirtækið

Dýralæknastofa Dagfinns

 • Dýralæknastofan er byggð af Guðbjörgu Þorvarðardóttur dýralæknir og tók til starfa janúar 1999.
 • Guðbjörg rak stofuna og vann þar sem dýralæknir þar til hún féll frá 28. ágúst 2022. Í framhaldinu tóku við rekstrinum Sanita Sudrabina og Jóhanna H. Þorkelsdóttir
 • Stofan er staðsett í miðbæ Reykjavíkur á Skólavörðuholtinu,  rétt neðan við Hallgrímskirkju.
 • Timburklæðningin á húsinu er íslenskur rekaviður frá Háareka og torf á þaki er villtur islenskur gróður.
 • Arkitekt Gunnlaugur Björn Jónsson og húsasmíðameistari Björgvin J. Jóhannsson.
 • Glerlistakona Pía Rakel Sverrisdóttir.
 • Grafiskur hönnuður Sigríður Snjólaug Vernharðsdóttir.
 • Málverk eftir Kristínu Maríu Ingimarsdóttur.
 • Tölvukerfi hannað af Guðbjörgu dýralæknir.
 • Sendar eru áminningar um bólusetningar og ófrjósemissprautur.
 • Vottorð gæludýra eru send í tölvupósti.
 • Biðstofa með heitt kaffi á könnunni og stuttan biðtíma.
 • Fjögur bílastæði eru við á einkalóð.Dýralæknastofa Dagfinns
Guðbjörg Þorvarðardóttir, stofnandi Dýralæknastofu Dagfinns

Nafn stofunar er fengið úr vinsælu sögunum um Dagfinn dýralækni.

Dagfinnur dýralæknir var mjög hrifin af dýrum og átti mörg gæludýr. Auk gullfiska í tjörninni í garðinum, hafði hann kanínur í búrinu, hvítar mýs í píanóinu, íkorna í skápnum og broddgölt í kjallaranum. Hann átti kýr og kálf líka og gamlan haltan tuttugu og fimm ára hest og kjúklinga, svo og dúfur, tvö lömb og mörg önnur dýr. En uppáhalds gæludýrið var öndin Dab-Dab, hundurinn Jip, grísinn Gub-Gub, páfagaukurinn Polynesia og uglan Too-Too.

Um merki stofunnar

Púsmapúlla er nú útdauð dýrategund, en fyrir langa löngu, þegar Dagfinnur dýralæknir var uppi, lifðu enn nokkur slík dýr í frumskógum Afríku,en þau voru þó orðin ákaflega fágæt.

Þessi dýr höfðu enga rófu eða hala, heldur höfuð á báðum endum,og einkar hvöss horn á höfðum. Þau voru afar einförul og örðugt að finna þau og handsama.

Svartir menn veiða dýr oftast með þeim hætti að læðast að þeim aftan frá og stökkva síðan á þau. En þessi veiðiaðferð dugði ekki við tvíhöfðann,því ekki var komið aftan að honum.

Þar að auki svaf aðeins annað höfuðið í einu. Hitt var jafnan vakandi og á verði, þess vegna hafði hvítum mönnum ekki tekist að ná þessu dýri í garða sína eða búr, þótt margir hinir frægustu dýraveiðimenn hefðu eytt mörgum árum við þær tilraunir.

Þetta var eina tvíhöfða dýrið, sem menn vissu um í heiminum á þeim dögum,og síðasta afbrigði slíkra dýraætta. Púsmapúlla fór með Dagfinni dýralækni til lands Hvítra manna og varð verndari hans. (Úr bókinni Dagfinnur dýralæknir í Apalandi)