Fuglar

Fuglafóður

Harrison Fuglafóður er  náttúrulegt hágæða fóður fyrir alla fugla. Harrisons mælir með að allar meiriháttar fóðurbreytingar séu gerðar í samráði við dýralækni.

FÓÐRUNARLEIÐBEININGAR:
  1. Byrjið með að hafa Harrisons Bird Foods til staðar í fóðurskál fuglsins allan daginn; gefið venjulega fóðrið tvisvar á dag og hafið það bara hjá fuglinum í 30 mínútur í hvert skipti (einn fóðurtími að morgni, einn að kveldi).   Blandið saman við gamla fóðrið smá af Harrisons Bird Food, og aukið smám saman magnið af því og minnkið gamla fóðrið í ekki neitt á 3-5 dögum. Ef að fuglinn þinn virðist ekki vera að éta fóðrið reynið eitt af ráðunum í kaflanum Fljótleg ráð.
  2. Takmarkið aukabita eftir fóðurskiptin til mjög lítils magns af lífrænu, dökk grænu eða dökk gulu grænmeti eða ávaxta eins og soðinna sætra kartaflna, gulróta, eða hrátt mangó og papaya.
  3. Bætið aðeins við mat sem talað er um aftan á pokunum. Annar matur getur komið ójafnvægi á fóðrið.
  4. Bætið ekki við öðru ss. vítamínum, krabbabeinum, fræjum, mat af borðinu eða öðru dýrafæði.
  5. Gefið ferskt Harrisons fuglafóður daglega (munið, engin rotvarnarefni) og bætið ekki við í skálina. Tæmið hana og setjið nýtt. Myndir þú borða morgunkorn sem hefði staðið í skál á borðinu alla nóttina? Með smá viðbót úr pakkanum ofan á?
  6. Fylgist vel með fuglinum. Bara það að maturinn sé orðinn að púðri, sé hent um eða að hann sé í fóðurskálinni allan tímann, þá er það ekki merki um að hann sé að borða eða að hann sé að borða nóg. Ef eitthvað eftirfarandi sést eða ef þú ert ekki viss um heilsufar fuglsins, hafðu þá samband við fugladýralækninn þinn og endurskoðið fóðurbreytingarnar saman.
HEGÐUN: virðist kaldur, lystarlaus, úfinn eða hefur lítinn áhuga á að leika eða tala.
HÆGÐIR: mjög lausar eða miklu minni en vanter, og hlutfallið af þvagi/þvagsýru hefur aukist, eða hægðirnar breyta um lit og verða gular eða dökk grænar (litabreytingar yfir í brúnt eru eðlilegar vegna fóðursins).
ÞYNGD: fylgist með framförunum með að vigta fuglinn daglega á vigt. Ef að hann missir meira en 10% (3 g = gári, 10 = dísur), breytið þá aftur yfir í fyrra fóður og hringið í dýralækninn.
3 SKREF TIL AUÐVELDRAR FÓÐRUNAR
  1. Helga sér verkefnið – að kenna þér að fuglinum þínum muni líða miklu betur á lífrænu, náttúrulegu fæði eins og HBF er eitt, að kenna fuglinum þínum getur verið dálítið öðruvísi. Hafið í huga að það má líkja þessari breytingu við að kenna barni sem hefur lifað á sælgæti og pylsum, að borða salat og soðið grænmeti. Það getur vel verið að það verði mótþrói í byrjun en litið til langs tíma er árangurinn vel þess virði.Fugladýralæknirinn þinn er stór þáttur í fóðurbreytingunni. Fara ætti til dýralæknis áður en fóðrinu er breytt og þegar að frekari rannsókna er þörf. Dýralæknirinn mun líka aðstoða þig við að velja rétta Harrisons fóðrið fyrir fuglinn þinn. Til lengri tíma þá ert það þú sem að ert lykillinn að heilsufari fuglsins þíns og líka í því að fóðurbreytingin gangi auðveldlega og örugglega fyrir sig.
  2. Virkni. Fuglar elska ferskt hnetubragðið af Harrisons og munu éta það næstum strax. Samt sem áður eru nokkrir fuglar sem að þarf að ýta svolítið við þegar að nýtt fæði er kynnt vegna þess að þeir geta einfaldlega verið hræddir við að prufa eitthvað nýtt.
  3. Áframhald. Þegar fóðrað er með fóðri þar sem vísindalegar rannsóknir liggja að baki, er mjög mikilvægt að fylgja leiðbeiningum dýralæknisins fyrir það fóður. Með því að blanda saman tegundum eða að bæta við umtalsverðu magni af millimáltíðum eða öðru fóðri er eigandinn að taka ábyrgð á að hafa fóðurhlutföll í jafnvægi og öll nauðsynleg næringarefni í réttu hlutfalli. Harrisons fuglafóður er þróað til veita fuglinum góða og heilbrigða næringu, svo að allar breytingar geta raskað því jafnvægi.
GEYMSLA FÓÐURSINS
  1. Ekki er nauðsynlegt að setja fóðrið í ísskáp eða frysta það.
  2. Geymið fóðrið í pokanum. Ekki er mælt með að setja fóðrið í Tupperware eða plastpoka þar sem fóðrið helst ferskt lengur í pokunum, ef að þeir eru þétt lokaðir.
  3. Þegar að pokanum er lokað, tæmið allt loft úr honum og smellið síðan lásnum aftur.
  4. Ef að rennilásinn skemmist eða lokast ekki almennilega, rúllið þá niður efst á pokanum og notið klemmu, líkt og þið mynduð gera með poka af kartöfluflögum. Þetta heldur fóðrinu ferskara heldur en að pakka því í Tupperware eða plastpoka.
  5. Notið allt fóðrið í pokanum á 4-6 vikum. Ef nauðsynlegt, kaupið þá minni poka heldur en stór svo að maturinn haldist ferskur í lokuðum poka.
  6. Bjóðið ferskt fóður daglega. Fylgist með og lyktið af fóðrinu til að sjá hvort það sé ferskt og hendið fóðri sem er staðið eða hefur verið í fóðurskálinni yfir nótt.
  7. Látið fuglinn éta allt fóður sem er í boði. Leyfið fuglinum ekki að velja úr vissa bita. Það kemur ójafnvægi á fóðrið. Hendið ekki dufti eða molum nema það sé óhreint eða staðið. Látið fuglinn klára allan bitann áður en að þið hendið “ónýta” matnum.
10 FLJÓTLEG RÁÐ TIL BREYTINGAR YFIR Í HARRISONS BIRD FOODS
Fuglar sem að skipta yfir í Harrisons ættu að vera á Harrisons High Potency Formula yfir 6-8 mánaða tímabil.
  1. Notið AVIx Bird Builder 2-3 vikum áður en skipt er um mat. Joðið og snefilefnin sem eru í Builder geta örvað heilbrigða matarlyst og aukið vilja fuglsins til að prófa eitthvað nýtt. Hættið að nota Builder þegar að fuglinn er alveg kominn yfir í Harrisons.
  2. Breytið umhverfi fuglsins. Reynið að flytja fuglinn á nýjan stað, ss. box, fiskabúr eða jafnvel nýtt búr. Fjarlægið öll leikföng, rimla og skálar og setjið High Potency á traustan flöt á gólfinu.
  3. Notið spegla á hvítum pappír.  Dreifið fóðrinum yfir spegil eða hvítt blað á botni nýja staðsins virkar sérlega vel fyrir gára. Fugl sem er nógu gamall til að vera “sósiliseraður” á það til að éta til að keppa við fuglinn í speglinum. Hvítur bakgrunnur pappírsins getur dregið athyglina að fæðunni.
  4. Venjið fuglinn af fræjum hægt og rólega. Bjóðið td. fræ í matarskálinni í 1 klst. á kvöldin, fjarlægið þau svo og setjið High Potency í staðinn. Næsta dag gefið þið fuglinum fræ í 30 mínútur að morgni og kvöldi. Á þriðja degi minnkið þá tímann niður í 15 mínútur tvisvar á dag. Og að lokum bjóðið þá aðeins upp á High Potency. Fylgist með hægðum fuglsins.
  5. Fóðrið fuglinn á matartímum. Setjið matinn á disk, hreyfið hann um með fingrinum eða skeið og þykist borða hann fyrir framan fuglinn.
  6. Bjóðið Power Treats, Pepper Lifetime Coarse eða Adult Lifetime Mash. Fuglar elska bragðið af Power Treats og Pepper Lifetime. Það má mylja það niður fyrir minni fugla. Adult Lifetime Mash er líka áhugavert á bragðið.
  7. Notið fugl sem kominn er á Harrisons sem fyrirmynd. Hýsið fuglinn ykkar nálægt öðrum fugli sem nú þegar étur Harrisons, eða notið æfingafugl í sama búri sem fyrirmynd.
  8. Hitið eða bleytið matinn. Það má hita High Potency aðeins eða bleyta það örlítið með smá ávaxtasafa eða AVIx Sunshine Factor.
  9. Hafið samband við fugladýralækninn ykkar og látið hann sjá um fóðurbreytinguna. Stundum halda fuglarnir að Harrisons sé EKKI matur og að setja fuglinn á stað þar sem fylgst er grannt með honum heldur honum heilbrigðum við fóðurbreytingarnar.

Ef þessi þrep hjálpa ekki í fyrstu tilraun, fóðrið þá aftur með venjulega fóðrinu og reynið svo aftur eftir nokkurn tíma. Að leggja það á sig er þess virði til lengri tíma litið.

Páfagaukar

Páfagaukar (E.Shell Parakeets/Budgerigars, D. Undulater) hafa lengi verið heimilisfuglar manna. Þeir eru upprunnir í Ástralíu, en hafa þaðan breiðst út um allan heim. Þessir fallegu fuglar eru i ýmsum litum; gráir, bláir, hvítir, gulir, rauðbláir svo og í mismunandi samsetningum þessara lita. Bæði karl- og kvenpáfagaukar eru hin ágætustu gæludýr. Þeir eru rneðal greindustu fugla. Fái þeir viðeigandi umhirðu geta þeir lifað ágætu lífi í minnst 10-12 ár.

Rétt fóðrun páfagauksins

Fóðrunin er mikilvægasti þátturinn í réttri meðferð páfagauksins. Rétt samsett fóður veitir þeim þá orku, sem þeir þurfa til þess að geta leikið listir sinar, talað og verið almennt fjörugir og Iíflegir. Þannig mun rétt samsett fóður viðhalda heilbrigði þeirra og styrk, og bægja þannig frá algengum veikindum, sem hrjá rangt fóðraða fugla. Páfagaukar fella fjaðrir nokkuð reglulega. Til að milda þá breytingu er til sérstakt fóður MOULTING FOOD. Þegar páfagaukar fara að fella fjaðrirnar, er teskeið af MOULTING FOOD bætt út í hinn venjulega matarskammt.Ti! þess að fullviss sé, að fuglinn fái rétt vítamin, er mælt með VITA-SOL, sem er kraftmikill blanda fjölmargra vitamina.

VITA-SOL eru vitaminin A, Bi, B2, B6, D2, Panthenol, Niacinamide og Choline. Hlutföll blöndunar eru sérstaklega miðuð við vitamín þarfir fugla í búrum. Regluleg gjöf VITA-SOL gerir fuglana heilbrigðari, líflegri og mótstöðumeiri gegn veikindum. Hveitikimolia er E vitaminauðug. Í henni er ómettuð fita, sem stuðlar að því að húð páfagauksins verður heilbrigð og fjaðrirnar gljáandi.

Hunangsstangirnar eru úrvals korn og náttúrulegt hunang, sem fest er á stöng. Hunangsstangirnar eru mikið uppáhald páfagauka og mjög næringarríkar. Það er góð venja að gefa TONIC & BITTERS einu sinni í viku. Þannig heldur þú fugli þínum í topp formi, TONIC & BITTERS var fundið upp fyrir mörgum árum sem almennt styrkjandi meðala blanda. Hún er einkum góð gegn smávægilegum kvillum og til þess að hindra að kvillarnir verði að meiriháttar veikindum hjá fuglinum.

Cuttle Bone (kolkrabbabein) er mikilvægur steinefnagjafi fyrir fugla. Þeir nota bað einnig til þess að brýna gogginn . Gott er að festa mola af CUTTLE BONE inn í búrinu, nálægt prikinu. Taktu það af og til út úr búrinu þar sem of mikið af CUTTLE BONE (kolkrabbabeini) veldur því að húðfita fuglsins getur þornuð of mikið. Þegar CUTTLE BONE er orðið óhreint skal skipta um og setja nýtt I staðinn. Annar steinefnagjafi fyrir fugla er PARAKEET MINERAL TREAT, en i honum er Cuttle Bone ásamt kalsium, brennisteini og öðrum steinefnum. Þessi steinefni eru fuglunum mjög nauðsynleg til að viðhalda styrkleika beinanna. Vatnsílát fuglsins skal fyllt af fersku vatni á hverjum degi. Stráið PARAKEET GRAVEL ~ CAGE PAPER á botn fuglabúrsins eða notið GRAVEL PAPER, og skiptið um eftir þörfum, þannig að fullkomins þrifnaðar sé gætt.

Hvernig temja má páfagaukinn

Páfagaukurinn er líklega greindastur þeirra fugla, sem maðurinn hefur haft á heimili sinu. Með þolinmæði og réttri þjálfun er hægt að kenna þeim að gera ýmsar skemmtilegar kúnstir. Þegar þú byrjar að kenna páfagauknum þínum verður þú að muna að þolinmæði er aðalatriðið. Fyrsta skrefið er að „fingurvenja“ fuglinn. Nálgast fuglabúrið hægt og varlega.

Gættu þess að skapa aldrei hávaða né vera með snöggar hreyfingar nálægt búrinu. Settu höndina varlega inn í búrið. Talaðu við fuglinn með mjúkri og hughreystandi rödd. Ef hann flögrar um í miklum æsingi, dragðu þá hönd þína hægt til baka. Endurtaktu þetta þar til fuglinn venst hönd þinni. Því næst skaltu setja puttann undir bringu fuglsins. Ef þú nuddar fuglinn varlega mun hann klifra uppá fingurinn. Eftir nokkurn tíma mun fuglinn leyfa þér að strjúka höfuð sitt og jafnvel leika með sig. Þegar fuglinn hefur verið fingurvaninn er hægt að kenna honum ýmsar kúnstir, s.s. að ganga íI stiga, rugga sér á rugguhesti, o.s.frv. Páfagaukum þykir mjög gaman að tala við spegilmynd sina. Hengispeglar með bjöllum eru því vinsælir í búrum þeirra.

Hvernig kenna má fuglinum að tala

Flestir páfagaukaeigendur vilja auðvitað að fuglar þeirra tali. Séu fuglarnir nógu ungir, og hafi þeir ekki vanist of mikilli umgengni við aðra fugla, er hægt að kenna þeim að tala. Páfagaukar eru miklar eftirhermur og eru jafnframt minnisgóðir. Sumir fuglar hafa náð allt að 200 orða orðaforða. Fyrsta skrefið við að kenna fuglinum að tala er að einangra hann frá öðrum fuglum. Leggðu síðan dúk yfir 3/4 hluta búrsins. Síðan skaltu endurtaka orð aftur og aftur fyrir fuglinn. Gættu þess að engin truflandi hljóð heyrist.

Hafir þú næga þolinmæði og úthald má á endanum kenna flestum páfagaukum að tala. Mundu að fyrstu orðin eru erfiðust. Eftir að þeir hafa einu sinni lært að tala, þá geta fuglarnir sjálfir náð að læra fleiri orð. Þeir geta komið þér á óvart með hvað þeir hafa 1ært. Kvenmannsröddin virðist vera heppilegri en karlmannsröddin við að kenna fuglinum að tala, þar sem hún er skærari. Karlmannsrödd er þó einnig nothæf einkum sé hún skær.

Ræktun Páfagauka

Ræktun páfagauka er skemmtilegt og oft arðvænlegt tómstundagarnan, Til þess að ná sem bestum árangri við ræktunina er mikilvægt að nota óskylda fugla, að rninnsta kosti 9 mánaða til ársgamla.Páfagaukar geta verpt árið um kring og verpa þá að meðaltali þrisvar á ári. Festu lítinn varpkassa við búrið. Kassinn á að vera af stærðinni 25xl5xi5cm. Opið á kassanum á að vera 4½ cm í þvermál og.u.b.b. 5 cm frá toppnurn.

Í botni kassans er gert dæld til þess að eggin velti ekki út um allt. Hægt er að kaupa tilbúna varpkassa í búðum.Kvenfuglinn verpir venjulega fjórum til sex eggjum, sem ungað er út á u.b.b. 2 ½ viku. Mælt er með, að í eina viku fyrir mökun sé fjórum dropum af WHEAT GERM bætt við fóður bæði karl- og kvenfuglsins.

WHEAT GERM OIL inniheldur mikið af E vitamini, en bað er mjög nauðsynlegt til þess að varpið takist vel. Nokkru áður en varpið á að fara fram og einnig meðan á varptímanum stendur, er rétt af fóðra fuglana PARAKEET NESTLING FOOD til viðbótar við venjulegt fóður þeirra til þess að varpið takist sem best. Þetta varpfóður er sérstaklega protein auðugt og mun því sjá fuglunum fyrir þeim styrk og þeirri orku, sem þeir þarfnast á þessu tímabili.
Fuglarnir fóðra unga sina sjálfir þar til þeir eru u.b.b. mánaðargamlir. Þeir fara þannig að því, að éta sitt venjulega fóður en æla því síðan upp í ungana. Eftir að ungarnir yfirgefa hreiðrið er ráðlagt að dreifa fræi á botn fuglabúrsins þar til ungarnir venjast við að éta úr venjulegum fræskálum.

Auðkenni kynjanna. Vaxhúðin er sérkennilegur gljáandi hnúður og efst í henni opnast út tvær nasaholur. Litur vaxhúðar greinir helst kynin í sundur. A karlfugli er hún sterkblá, en móleit á kvenfuglum. Blái liturinn á vaxhúð karlfugla er alltaf auðþekktur, en þó verður hann daufari, ef fuglinn er veikur. Og á gömlum fugli verður vaxhúðin brúnleit og oft rákótt. Vaxhúð kvenfuglsins er móleit en breytileg eftir einstaklingum og árstíðum. Hún verður oft hrukkótt með aldrinum. Á fengitíma er vaxhúðin yfirleitt sIéttari og skærlitari, en þess á milli dekkri og dálítið óskýrari á lit. Það er erfitt að ákvarða kyn ungra fugla þar sem bæði karl- og kvenfuglinn eru rneð fölbláa rák yfir nefinu. Eftir að þeir eru orðnir þriggja mánaða gamlir tekur rák kvenfuglsins á sig brúnan lit, en rákin á nefi karlfuglsins verður skærblárri. Nefrákin á al-hvítum og al-gulum karlfuglum verður rauðbleik á litinn.

Eftir að varpið er afstaðið er ráðlagt að hvíla foreldrana vel áður en þeir eru látnir verpa aftur. Til þess að styrkja uppbyggingu beina og líkama unganna ætti að gefa þeim VITA-SOL. VITA-SOL er mikilvirk upplausn fjölmargra vitamina,, sem er góð fyrir ungana í uppvextinum og eykur heilbrigði þeirra og styrkleika.

Spurt og svarað

Almennt

Ég er með gárapar sem eru nýbúin að eignast 3 unga, þeir eru orðnir tveggja vikna gamlir. Það eru enn þrjú egg í varpkassanum og ég veit að tvö eru ófrjó en eitt frjótt. Gárakellingin er hætt að liggja á og ég er ekki viss hvort ég eigi bara að taka eggin og henda þeim eða leyfa þeim að vera lengur.
Ef hún er hætt að liggja á og komin með tveggja vikna unga, er víst best að henda eggjunum sem eru eftir.

Ég á 2 gára, kvk og kk, kvk er með egg og er það eðlilegt að það sé skalla blettur á maganum og að hún sé alltaf að kroppa í hann og tísta? Ég las í gárabók að kvk væru með drullu þegar þær eru að verpa og kvk mín er enn þá með drullu , hún er búin að verpa og elsta eggið er 20 daga gamalt, á hún ekki vera hætt með drullu? Hvað eru egg gömul þegar þau klekjast? Með fyrirfram þökk teddy bear. 
Útungunartími hjá gára á að vera 18-21 dagur. Hún ætti varla að vera með skitu ennþá, er hún farin að horast, geturðu fundið vel fyrir bringubeininu?

ÉG Á RÚMLEGA 4.MÁNAÐA GAMLAN GÁRA SEM HEITIR POLLÝANNA. ÉG VAR AÐ SPÁ Í HVORT HÚN GÆTI FENGIÐ FÉLAGA Í BÚRIÐ SITT(SEM ER FREKAR STÓRT),SEMSAGT KARL,OG EF ÞAU EIGNAST UNGA GÆTI ÉG ÞÁ SELT ÞÁ Í DÝRABÚÐIR 
Gott er fyrir gára að hafa félaga. Best er að venja þá saman í sitthvoru búri hlið við hlið í smá tíma áður en eru sett saman. Þú verður að spyrja dýrabúðir um hvort þau kaupi gáraunga.

Ég er með páfagauk (Gára) sem er tæplega 3ja mánaða. og hann er búinn að vera hjá okkur í tæpa 2 mánuði. Við höfum hugsað vel um hann, hreint búr matur og vatn, næringarefni sem hann þarf o.sv.frv. Fuglinn er í sjónvarpsholinu hjá okkur þar sem að fjölskyldan dvelur mest (svo honum leiðist ekki) En málið er að hann virðist vera svo hræddur eitthvað við okkur og hvekktur. Ef t.d síminn hringir þá hrynur fuglinn hreinlega niður af prikinu sínu og er alveg búinn á því í nokkurn tíma á eftir. Síminn er ekki upp við búrið. Ég tek fram að það eru ekki læti eða neitt slíkt þarna í kringum hann. Á hverjum degi eyðum við smá tíma í að spjalla við hann og setja fingurinn aðeins á búrið hjá honum til að venja hann við okkur. Stundum laumum við hendinni ofurvarlega inn í búrið til hans. Og hann verður mjög var um sig. Hvað er hægt að gera? 
Þetta er spurning fyrir dýraþjálfara frekar en dýralækni. Kannski ættirðu að færa fuglinn á stað þar sem hann hefur meira næði. Þar getið þið eytt tíma með honum annað slagið að tala við hann og temja.

Ég er með 5.mánaða gamlan gára og hún er alveg tamin og mjög gæf en alltíeinu bítur hún mjög fast og flýgur og klessr á,hvað get ég gert.
Þetta er nú meira vandamál fuglaþjálfara en dýralæknis. Kannski kom eitthvað fyrir sem gerði gárann hræddan. Líklega verðurðu að byrja tamningu upp á nýtt til að fá traust hjá honum aftur.

Góðann daginn. Ég er með u.þ.b 3ára gamlann GÁRA (kvenkyns). Ég var að pæla í því að fá mér annann til að hún hafi einhvern félaga. Er allt í lagi að fá sér annan gára þótt minn sé orðinn c.a 3 ára, ef svo er skiptir máli hvort hann sé kk eða kvk? og væri allt í lagi að hafa þá í sama búri? ég myndi þá bara fá mér unga er það allt í lagi? Þakka þér Hinn vitri.
Betra er að fá karl fyrir hana. Það er oft betra að láta þau kynnast fyrst t.d. með sitthvoru búrinu hlið við hlið. Annars ættu gæludýrabúðirnar að vita betur um þetta.

Ég á 5 ára gárakerlingu sem hefur alltaf verið mjög gæf og atorkumikil. Hún hefur aldrei verið mikið inni í búri og hefur alltaf verið fljúgandi út um allt eða þá hún hefur setið á öxlinni á heimilisfólkinu. Einn daginn kom ég að henni inni í búrin þar sem hún vara með vængina út og skalf öll og titraði og söng ekkert. Þetta leið samt hjá og hún virtist jafna sig. En eftir það er hún bara inni í búri og syngur ekkert og vill ekkert með okkur hafa. Ég sé ekki að neitt sé að henni, hún borðar, reytir sig ekki, og lítur út eins og hún hefur alltaf gert nema það að núna klúkir hún bara á spýtunni og hefur ekki gaman að neinu. Geturðu sagt mér hvað gæti verið að henni og hvað ég get gert til að henni líði betur, því það er svo sorglegt að horfa upp á hana svona og vita ekki hvað er hægt að gera. 
Láttu dýralækni líta á hana, hún getur verið veik og þarf kannski hressingu eða meðferð. Erfitt er að sjá að fuglar séu veikir fyrr en þeir eru að dauða komnir.

Ég á 2 gára kall og kellingu, kallin er góður en kellingin stygg, kellan heggur alltaf kallinn frá sér. Ég hef séð þau kyssast og verið góð við hvort annað en þegar ég er inni í herberginu mínu þar sem gárarnir eru heggur kerlingin oftast frá sér og ég hef reynt að spekgja hana en það gekk ekki vel. Er einhvað hægt að gera í því. 
Haltu áfram við að þjálfa kellu, það er þolinmæði sem þarf.