Nagdýr

Naggrísir

Þegar þú kaupir naggrís sem gæludýr, þarf að hafa eftirfarandi í huga:
  • Lifir í 5 til 7 ár, jafnvel geta orðið 12 ára.
  • Þarf stórt búr til þess að gæludýrinu líði vel
  • Búrið verður að vera hreint og fæðan fersk
  • Er félagslynt dýr og þarf athygli og æfingu daglega
  • Þarf umönnun þegar þú ert í burtu
  • Eru önnur gæludýr á heimilinu, sem geta verið saman. Kanínur og naggrísir eiga ekki vel saman.
  • Er ofnæmi í fjölskyldunni fyrir dýrahárum?
  • Marsvín geta þurft á dýralæknahjálp að halda, það kostar peninga.
  • Marsvín er nagdýr sem getur nagað húsgögn, teppi og leiðslur

Að eiga marsvín fylgir ábyrgð, sem þarfnast tíma og peninga

Velja heilbrigt dýr, hvað þarf að skoða:
Hreinn, mjúkur og skínandi feldur á þéttum skrokki með engin húð vandamál. Björt og skír augu. Sterkar og réttar fætur. Hrein og þurr eyru. Hrein í kringum endaþarm. Þögul og regluleg öndun, ekkert ískur við öndun. Tennur ekki langar eða skakkar. Hvernig hegðar marsvínið sér innan um hina naggrísina í búrinu.

Heimili marsvíns.

Búrið ætti að hafa gólf úr plasti og opnast bæði að ofan og á hlið.
Fyrir einn naggrís þarf stærð að vera minnst 68 x 36 x 35 cm.
Fyrir tvo naggrísi þarf búrstærðin að vera 80 x 80 x 45cm eða 100 x 40 x 35 cm.

Lítið svefnhús helst úr viði þarf að vera í búrinu svo og drykkjarker helst sjálfbrynjari, fóðurskál, fóðurtrog fyrir hey eða gróffóður og undirlag (bedding). Það getur verið ágætt að nota kattasand undir til að halda búrinu þurru, en athugið fyst hvort naggrísinn reynir að éta sandinn, þá má ekki nota kattasand.
Ekki nota undirlag (spænir) úr furu eða sedrusvið, það getur valdið lifrasjúkdómum hjá naggrísum.

Fóðrun:

Nýtt gras, hey, hrátt grænmeti og ávextir. Marsvín nota ekki framfætur þegar þau borða, svo betra er að skera grænmeti niður í bita. Melónur og sellery eru góð sem aukabitar fyrir naggrísi. Auk þess þurfa naggrísir korn á hverjum degi. Ef gefið er blautt fóður skal tæma og hreinsa skálina eftir fóðrun, svo ekki verði eftir súrar leifar. Marsvín þurfa að hafa fóður allan sólarhringinn. Ef naggrísinn hoppar í matarskálina, þarf að þrífa hana oft, svo fóðrið verði ekki mengað. Hafið alltaf ferskt vatn hjá dýrunum.

Undaneldi. Kvendýrið getur átt unga allt að fimm sinnum á ári. Það getur verið erfitt að finna heimili fyrir alla þá unga, svo besta ráðið er að láta hana ekki eiga unga.

Sjúkdómar

Til að naggrísinn þinn lifi sem bestu lífi þarf hann ekki bara fóður og skjól heldur líka félagsskap og umhyggju. Betra er að hafa tvo naggrísi heldur en einn. Gott er að láta dýralækni skoða naggrísinn til að yfirfara heilsufar eins og tennur, eyru og feld.

Helstu sjúkdómar sem hrjá naggrísi:

Maurar og lýs . Einkenni eru að naggrísinn klórar sér mikið, hárlos og fær jafnvel sár. Fólk getur ekki fengið maura eða lýs frá naggrísum. Ekki reyna að meðhöndla óþrif á naggrísum sjálf, heldur farið með hann tl dýralæknis.

Kvef og lungnasýkingar. Naggrísir eru mjög viðkvæmir fyrir öndunarvegs sýkingum, oft orsakast vegna kulda, raka, trekks eða frá skítugu búri. Naggrísir geta líka fengið kvef frá fólki. Einkenni eru hósti, nefrennsli eða öndunarerfiðleikar. Farið strax með naggrísinn til dýralæknis.

Augnsýkingar. Ef þú sérð hvítleita slikju á auga naggríss þá er það oftast sárindi í auga. Naggrísinn verður tímabundið blindur á auganu, en oftast hægt er að lækna það með augnkremi , svo farðu með naggrísinn til dýralæknis.

Eyru þarf að hreinsa öðru hverju. Best að strjúka varlega með eyrnapinna vættum í parafínolíu inn í eyrun. Ekki fara þó inn í hlustina. Ef vond lykt er úr eyrunum og eyrnamergur sést getur naggrísin haft eyrnamaura Þá þarf dýralæknir að meðhöndla naggrísinn.

Tennur vaxa stöðugt, svo naggrísinn þarf nóg af heyi og gróffóðri til að slíta tönnum. Ef tennur vaxa of mikið getur naggrísinn ekki borðað og deyr af hungri. Einkenni eru oft að naggrísinn horast og slefar. Láttu dýralækninn laga tennurnar ef þær eru orðnar langar.

Hjá karldýrum er svolítill poki við eistun sem þarf að hreinsa helst mánaðarlega. Karldýrið gefur frá sér lykt frá kirtli sem er í þessum litla poka þegar hann reynir að laða kvendýrið að sér . Þá dregur hann rassinn eftir búrgólfinu og þessi lili poki er þá opinn og getur fest óhreinindi í pokann þegar hann lokast aftur. Snúðu karldýrinu upp í loft og leitaðu að pokanum á milli afturfóta hjá eistunum. Bleyttu eyrnapinni í parafínolíu til að hreinsa inn í pokann. Það getur líka þurft að hreinsa við skaufann, sem er aðeins ofar, þar getur líka fests óhreinindi og valdið sýkingu. Hægt er að láta gelda karldýrið, sem ekki á að nota til undaneldis og minnkar það lyktina, sem fylgir.

Ef þú verður var við skita eða máttleysi hjá naggrísnum, skaltu hafa samband við dýralækninn strax.

Ef naggrísinn þarf fúkkalyf er best að gefa því jógurt eða AB-mjólk með, þar sem fúkkalyf drepa líka nátturulega flóru í þörmum.

Bæði furu og sedrus spænir geta verið hættulegar fyrir naggrísi, þar sem þær geta valdið lifrasjúkdómum.

Spurt og svarað

Þannig er að að ég á tvær stökkmýs. Ein þeirra er alveg kolvitlaus, ræðst á allt sem kemur inní búrið og bítur mann illa þegar maður gefur þeim mat. Maður þarf að fara í hanska til að gefa þeim. Er þetta eðlilegt? Ég hélt kannski að hún væri ungafull en málið er að ég veit ekki hvors kyns þær eru! Ég fékk þær fyrir um þremur vikum, skipti á sagi og mat eftir þörfum en samt lætur hún svona. Skemmir fyrir hinni því hún er svo gæf. Ef hún skyldi vera ungafull, hvernig er best að bera sig að og hvað gerir maður við ungana?
Líklega er þetta karldýr og þá væri ráð að láta gelda hann.

Ég á hamstur sem er mjög hávær á nóttinni með því að klifra alla leið upp og naga rimlana. Hann er lokaður inni á klósetti vegna hávaða. Er eitthvað hægt að gera? 
Hamstrar eru náttdýr, svo þeir eru virkastir að kvöldi og nóttu. Geturðu ekki útbúið býrið þannig að það heyrist ekki svona hátt í því.

Hamstrakerlingin mín er ungafull og hefur verið mjög einkennileg upp á síðkastið hún hefur legið eins og klessa og ekki gert neitt það er ekki mjög góð lykt af henni og nú er hún eins og hún sé í vetrardvala og andar mjög hægt. Fara hamstar í vetrardvala?  
Nei, hamstrar fara ekki í vetrardvala, en kannski er hún veik og þyrfti að fara til dýralæknis.

Ég á 4 mýs(ekki stökkmýs) og þeir eru allir karlkyns,ég er með þá í stóru búri en þeir eiga til að slást og þeir hafa gert meira af því undanfarið,er hægt að láta gelda mýs? og ef svo er hvað kostar það sirka?
Hægt er að gelda mýs.

Hæ! Thad sem eg er ad spa i er: Eg a 2 Chinchillaer og thad er karl og kona. Thau eru bædi bradum 2 ara. Hve lengi lifa thau og er thad satt ad hun mun ekki fa unga fyrr en hun sjalf vill thad? Eg er buin ad eiga hana i 6 manudi og hun er ekki enn ordin olett, ekki eins og eg se ad bida eftir thvi. Eru chincillaer leifdar a islandi?? Ef ekki, hvad get eg gert til ad geta tekid thau med mer thegar/ef eg flyt fra Noregi til Islands???? Og mun thad vera dyrt?? Her i noregi kostar 1 dyr ca 15.000 iskr ut ur gæludyrabud.
Chinchilla verða að meðaltali 10 ára en geta lifað maximum 20 ár. Þær verða kynþroska 4-12 mánaða og pörunartími er frá Nóvember til Maí. Sólarljós eða fluorescent ljós er mjög mikilvægt fyrir pörunardýr svo og rólegt umhverfi. Það þarf sjálfsagt að sækja um leyfi til að flytja Chinchilla inn.

Má baða stökkmýs? hvernig sér maður hvort að mýs eru kk eða kvk? 
Sjálfsagt er allt í lagi að þrífa stökkmýs með vatni, ef þær eru þurrkaðar vel á eftir og eru á heitum stað. Karlkyns mýs hafa eistu aftast á kviðnum og gatið fyrir neðan endaþarm er ofar en hjá kvendýri.

Ég á hamstur sem fær stírur í augun þannig að hann getur ekki opnað augun hvað er að og er eitthvað hægt að gera fyrir hana? 
Prófaði að þvo augun með soðnu vatni í 2-3 daga og sjáðu hvort þetta lagast. Annars getur þetta verið augnsýking, svo láttu dýralækni líta þá á hamsturinn.

Þannig er að að ég á tvær stökkmýs. Ein þeirra er alveg kolvitlaus, ræðst á allt sem kemur inní búrið og bítur mann illa þegar maður gefur þeim mat. Maður þarf að fara í hanska til að gefa þeim. Er þetta eðlilegt? Ég hélt kannski að hún væri ungafull en málið er að ég veit ekki hvors kyns þær eru! Ég fékk þær fyrir um þremur vikum, skipti á sagi og mat eftir þörfum en samt lætur hún svona. Skemmir fyrir hinni því hún er svo gæf. Ef hún skyldi vera ungafull, hvernig er best að bera sig að og hvað gerir maður við ungana? 
Líklega er þetta karldýr og þá væri ráð að láta gelda hann.

Ég á hamstur sem er mjög hávær á nóttinni með því að klifra alla leið upp og naga rimlana. Hann er lokaður inni á klósetti vegna hávaða. Er eitthvað hægt að gera? 
Hamstrar eru náttdýr, svo þeir eru virkastir að kvöldi og nóttu. Geturðu ekki útbúið býrið þannig að það heyrist ekki svona hátt í því.

Hamstrakerlingin mín er ungafull og hefur verið mjög einkennileg upp á síðkastið hún hefur legið eins og klessa og ekki gert neitt það er ekki mjög góð lykt af henni og nú er hún eins og hún sé í vetrardvala og andar mjög hægt. Fara hamstar í vetrardvala? 
Nei, hamstrar fara ekki í vetrardvala, en kannski er hún veik og þyrfti að fara til dýralæknis.

Ég á 4 mýs(ekki stökkmýs) og þeir eru allir karlkyns,ég er með þá í stóru búri en þeir eiga til að slást og þeir hafa gert meira af því undanfarið,er hægt að láta gelda mýs? og ef svo er hvað kostar það sirka? 
Hægt er að gelda mýs.