Dýralæknastofa Dagfinns
  Skólavörðustígur 35 (kort)
  Sími: 552 3621
Netfang: dagfinnur (hjá) dagfinnur.is

  Upplýsingar um neyðarþjónustu: Sjá vaktsíma 5304888
 
Opið frá 08:30 til 17:00 virka daga


Vefsíðu dýralæknastofunnar er ætlað að veita dýraeigendum fræðslu og upplýsingar varðandi gæludýr og heilsufar þeirra.

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður

NaggrísTil að naggrísinn þinn lifi sem bestu lífi þarf hann ekki bara fóður og skjól heldur líka félagsskap og umhyggju. Betra er að hafa tvo naggrísi heldur en einn. Gott er að láta dýralækni skoða naggrísinn til að yfirfara heilsufar eins og tennur, eyru og feld.

Helstu sjúkdómar sem hrjá naggrísi:

Maurar og lýs . Einkenni eru að naggrísinn klórar sér mikið, hárlos og fær jafnvel sár. Fólk getur ekki fengið maura eða lýs frá naggrísum. Ekki reyna að meðhöndla óþrif á naggrísum sjálf, heldur farið með hann tl dýralæknis.

Kvef og lungnasýkingar. Naggrísir eru mjög viðkvæmir fyrir öndunarvegs sýkingum, oft orsakast vegna kulda, raka, trekks eða frá skítugu búri. Naggrísir geta líka fengið kvef frá fólki. Einkenni eru hósti, nefrennsli eða öndunarerfiðleikar. Farið strax með naggrísinn til dýralæknis.

Augnsýkingar. Ef þú sérð hvítleita slikju á auga naggríss þá er það oftast sárindi í auga. Naggrísinn verður tímabundið blindur á auganu, en oftast hægt er að lækna það með augnkremi , svo farðu með naggrísinn til dýralæknis.

Eyru þarf að hreinsa öðru hverju. Best að strjúka varlega með eyrnapinna vættum í parafínolíu inn í eyrun. Ekki fara þó inn í hlustina. Ef vond lykt er úr eyrunum og eyrnamergur sést getur naggrísin haft eyrnamaura Þá þarf dýralæknir að meðhöndla naggrísinn.

Tennur vaxa stöðugt, svo naggrísinn þarf nóg af heyi og gróffóðri til að slíta tönnum. Ef tennur vaxa of mikið getur naggrísinn ekki borðað og deyr af hungri. Einkenni eru oft að naggrísinn horast og slefar. Láttu dýralækninn laga tennurnar ef þær eru orðnar langar. 

Hjá karldýrum er svolítill poki við eistun sem þarf að hreinsa helst mánaðarlega. Karldýrið gefur frá sér lykt frá kirtli sem er í þessum litla poka þegar hann reynir að laða kvendýrið að sér . Þá dregur hann rassinn eftir búrgólfinu og þessi lili poki er þá opinn og getur fest óhreinindi í pokann þegar hann lokast aftur. Snúðu karldýrinu upp í loft og leitaðu að pokanum á milli afturfóta hjá eistunum. Bleyttu eyrnapinni í parafínolíu til að hreinsa inn í pokann. Það getur líka þurft að hreinsa við skaufann, sem er aðeins ofar, þar getur líka fests óhreinindi og valdið sýkingu. Hægt er að láta gelda karldýrið, sem ekki á að nota til undaneldis og minnkar það lyktina, sem fylgir.

Ef þú verður var við skita eða máttleysi hjá naggrísnum, skaltu hafa samband við dýralækninn strax.

Ef naggrísinn þarf fúkkalyf er best að gefa því jógurt eða AB-mjólk með, þar sem fúkkalyf drepa líka nátturulega flóru í þörmum.

Bæði furu og sedrus spænir geta verið hættulegar fyrir naggrísi, þar sem þær geta valdið lifrasjúkdómum.

Sjá einnig hér á ensku síðunni

Upplýsingar um sjúkdóma hjá naggrísum er hægt að finna á netinu :

Guinea pig health guide 

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður

 

Leita að örmerki eða eyrnamerki smellið á leitarvélina

Leitarvél

  Örmerking katta. Smelltu hér til að skrá í Reykjavík.

Kisur sem vantar heimili

Týnd og fundin dýr

Video frá Dagfinni


 
 

 


 

 

Hundaskóli 

 

 

 

Dýralæknir, Dagfinnur, dýralæknar, dýralækningar, dýralæknastofa, dýralækningastofa, dyralaeknir, dyralaeknar, dýraspítali, gæludýr, gæludýrafóur, gæludýravörur, hundasjampó, hundasjampo, gæludýrasjampó, kattafóður