Spurt og svarað
Almennt
Ég á 7 mánaða íslenskan hvolp og síðustu daga finnst mér hann vera með svo miklar stýrur í augunum, bæði þegar hann vaknar á morgnana og á daginn.
Verða hundar blindir á að fá sykur??
Þvoðu stýrurnar úr augunum í nokkra daga neð bómull vættum í soðnu vatni, ef ekki lagast þá láttu líta á þetta.
Of mikill sykur getur verið óhollur alveg eins og fyrir fólk, getur aukið líkur á sykursýki og fylgikvilli þess er stundum gláka sem veldur blindu hjá gæludýrum.
Nú þegar áramótin nálgast þá verða hundarnir mínir alveg brjálaðir við höfum prófað að gefa þeim róandi en það löfðu bara augun og þeir gátu varla mjakað sér afram þegar þeir gengju hvað á ég að gera ég hef prófað allt ????
Því reynirðu ekki að koma þeim á hundahótel fyrir utan bæinn yfir áramótin.
Ég er með tvo hunda og mér finnst oft vera svo mikil hundalykt af þeim er ekki til einhvert ilmvatn eða þess háttar fyrir hunda, því ég vil baða þá með sjampói sem sjaldnast?
Það er hægt að fá sjampó sem er spray til að sprauta yfir þá. Þú getur fengið það hjá okkur á Dýralæknastofu Dagfinns. Svo getur líka eitthvað verið að eins og endaþarmskirtlar, sem geta lyktað illa. Láttu athuga það hjá dýralækni.
Heill og sæll. Ég er með 2 hunda sem eru alveg yndislegir, en vandamálið er að þeir eru svo andfúlir að það er engu lagi líkt. Þeir eru á þurrfóðri og fá nagbein reglulega. Reyndar eru þeir ekkert sérlega duglegir með það, vilja heldur fá „alvöru“ bein sem þeir fá mjög sjaldan. Þessi eldri er með dálítinn tannstein, en sá yngri er með helmingi verri andfýlu og alveg hvítar tennur og ekkert bólgið tannhold. Er eitthvað til ráða svo ég kafni ekki?
það gæti hjálpað að láta hreinsa tennurnar, svo getur fóðrið haft eitthvað að segja, það þarf kannski að finna fóður sem fer betur í þá. Láttu dýralækni líta á þá.
Flugelda hræðsla dýra. Nú þegar áramótin nálgast langar mig að fá ráð um hvað er best að gera við greyið hundana. Ég á tík sem gjörsamlega sturlast við að heyra í flugeldum. Er eina ráðið að gefa þeim róandi eða?
Best væri sjálfsagt að koma hundinum í burtu úr borginni eða þar sem er verið að skjóta upp flugeldum, ef það er mögulegt t.d. á hundahótel utan borgarinnar. Hægt er líka að vera með hundinum og halda um hann á meðan svo hann finni öryggi. Annasr er hægt að fá róandi fyrir hann.
Garpur er hundurinn hennar mömmu og hann er 8 ára Collie. Hann er búin að vera kvefaður núna í ca. mánuð og virðist vera með hæsi, alltaf að ræskja sig svo er hann kominn með hnúð á fótinn á stærð við hálfa mandarínu, hnúðurinn er mjúkur og hann kveinkar sér ekki þegar maður kemur við hann eða ýtir á hann…. gæti þetta verið tengt, er hnúðurinn e-ð hættulegt?
Láttu líta á hundinn hjá dýralækni.
Ég á 10 ára gamla blendings tík, Hún er með sömu litasamsetningu eins og Boouberman hundar (veit ekki hvort það er eins skrifað) Ég er ekki viss hverskonar blanda hún er en hún er ca. jafn stór og árs gamall Labrador hundur.Svo að ég komi mér að efninu, undan farið hef ég tekið eftir einhverjum hnúðum á henni rétt undir húðinni. Ég hef fundið 4 miss stóra einhver sagði að þetta væru skaðlausir fituhnúðar en mig langar að vita hvor þetta sé virkilega skaðlaust. valda þeir einhverjum óþægindum. Er eðlilegt að hundar gelltiog láti öllum illum látum í svefni, og hrjóti?
Þetta eru líklega fituhnúðar eða stíflaðir húðkirtlar. Gott væri samt að láta líta á þetta hjá dýralækni. Hundar hrjóta oft, en þar sem hún er þetta gömul væri ástæða til að láta skoða hana vegna hjartans.
Hvað er venjulegur aldur hjá puddle hundum því að mín puddle hundur er 13 ára og er allveg að gefa upp andan en mamma vill ekki láta svæfa hanna .Er miklu betra að láta hana sofna?
Puddle geta líklega orðið allt að 15 ára. Ef tíkin kvelst ekki er allt í lagi að leyfa henni að eiga náðuga daga, en ef eitthvað er að ætti að láta dýralækni yfirfara heislu hennar, það er hægt að hjálpa heilmikið upp á öldrunarsjúkdóma, t.d. hjarta og gigt ásamt sérstöku fóðri sem hjálpar oft síðustu árin.
Ég er með 2 hunda sem eru alveg yndislegir, en vandamálið er að þeir eru svo andfúlir að það er engu lagi líkt. Þeir eru á þurrfóðri og fá nagbein reglulega. Reyndar eru þeir ekkert sérlega duglegir með það, vilja heldur fá „alvöru“ bein sem þeir fá mjög sjaldan. Þessi eldri er með dálítinn tannstein, en sá yngri er með helmingi verri andfýlu og alveg hvítar tennur og ekkert bólgið tannhold. Er eitthvað til ráða svo ég kafni ekki?
það gæti hjálpað að láta hreinsa tennurnar, svo getur fóðrið haft eitthvað að segja, það þarf kannski að finna fóður sem fer betur í þá. Láttu dýralækni líta á þá.
Ég er með tvo hunda og mér finnst oft vera svo mikil hundalykt af þeim er ekki til einhvert ilmvatn eða þess háttar fyrir hunda, því ég vil baða þá með sjampói sem sjaldnast?
Það er hægt að fá sjampó sem er spray til að sprauta yfir þá. Þú getur fengið það hjá okkur á Dýralæknastofu Dagfinns. Svo getur líka eitthvað verið að eins og endaþarmskirtlar, sem geta lyktað illa. Láttu athuga það hjá dýralækni.
Ég á tíu ára gamla tík sem hefur alltaf verið einstaklega hraust, blíð og góð. Vinur okkar sem er gleraugnasmiður segir okkur að hún sé að fá gláku. Maðurinn minn fór með hana til dýralæknis (í Víðidal), reyndar út af öðru og spurði hvort þetta væri rétt. Dýralæknirinn sagði að hún væri að fá gláku en hann sagði ekkert meir og við fengum engar ráðleggingar eða neitt. Því spyr ég er virkilega ekkert hægt að gera? Tíkin mín er svo hraust að það er synd ef hún verður orðin blind innan skamms?
Gláka er þegar afrennslikerfi augans bilar og þrýstingur eykst þar af leiðandi í auganu. Fyst er það svipað og þegar um hornhimnusýkingu er að ræða, en seinna bólgnar augað og fær eins og græna slikju. Hægt er að reyna að minnka þrýsting í auganu t.d. með ákveðnum augndropum. Hjá eldri hundum er gláka stundum fyldikvilli annarra sjúkdóma t.d. sykursýki. Oft er ráðlegt að athuga sykur hjá þessum hundum. Oft er þó um katarakt að ræða hjá eldri hundum sem gerir hornhimnuna gráleita og ógegnsæa. Lítið hægt að gera við því. Hundar geta þó lifað blindir ágætu lífa ef þeir eru í sínu vanalega umhverfi sem þeir þekkja.
Kæri læknir, þannig er að ég á þriggja ára springer spaniel, hann fékk um daginn eitthvað sem lýktist flogi, missti mátt í afturfótum og eins og hann dytti út, pissaði á sig og slegaði þetta gerðist í tvígang sama kvöldið en siðan ekki meir, þetta líkist lýsingu á flogaveiki en er það alveg öruggt að það geti ekki verið eitthvað annað, eg las í bók um springer að eitthvað væri til sem er kallað „fit“ lýsir sér svipað og flogaveiki en er það samt ekki, hvernig get ég komist að því hvort hann sé flogaveikur og meðan að ég er ekki viss má ég þá rækta undan honum?
Krampaköst geta verið flogaveiki en mögulega getur verið aðrar orsakir sem valda krömpum, t.d. heilaæxli, lifrasjúkdómar og fl. Ef þú ert heppinn er þetta kannski bara eitt sérstakt kast, en oftast koma þau upp aftur, fyrst með kannski löngu millibili en síðan verður oft styttra á milli kasta. Stundum er hægt er að halda flogaveiki niðri með lyfjum, sem eru gefinn daglega. Ekki er ráðlegt að nota hund með flogaveiki til undaneldis.
Sæl,geta hundar verið með asma ? Ég á ca.5ára gamlan hund og ég get svo svarað að hann fái asmaköst, eins og hann nái ekki andanum og brjóstkassinn dregst verulega saman á meðan þessu stendur, þetta kemur nú einstak sinnum fyrir hjá honum og , síðan hann á til að hósta stundum eins og „reykingahósti“. Er þetta ofnæmi eða e-ð annað ? einhvarsstaðar minnir mig að hósti gæti bent til hjartakvilla. þarf éf að hafa einhverjar áhyygjur? Takk Takk
Þetta gæti bent á hjartakvilla, en líka eitthvert lungna vandamál. Full ástæða er að láta skoða hundinn.
Fóðrun
Litli pomeranian hvolpurinn minn er orðinn 6 mánaða gamall. Við höfum verið frekar gjörn á að gefa honum matinn sem við borðum, og nú er svo komið að hann þverneitar að borða sinn eigin mat, og betlar þegar við erum að borða. Ef hann fær ekki að borða með okkur, þá sveltir hann sig. Hvað er til ráða?
Ég hef ekki ennþá heyrt um þann hund sem hefur svelt sig til dauða með fulla skál af þurrmat fyrir framan sig ! Ég skil áhyggjur ykkar mjög vel en eins og þú segir í fyrirspurninni berið þið nokkra ábyrgð á því hvernig komið er. Uppeldi á smáhundum vill oft fara dálítið forgörðum og þeir fá að komast upp með hluti sem stærri hundar væru skammaðir fyrir. Þið verið hægt og sígandi að reyna að breyta uppeldisaðferðum ykkar og minnka matargjafir af borðum ykkar. Þetta getur orðið leiðigjarnt og þreytandi ef hann heldur þessu áfram alla ævi. Þið verið hreinlega að skamma hann fyir betl og minnka matargjafirnar og reyna að koma honum aftur á þurrmatinn.
Ég var að spá í að fá mér hund,labrador, hvað heldurðu að það kosti að eiga hund,fæðan þar að segja á mánuði? Er betra að eiga kvk en kk? Ég fer dálítið í ferðalög á sumrin þá ætla ég að láta hann vera á hundahóteli á meðan ég verð í ferðalagi ca.mánuð en svo fer ég ekki oftar, líður honum vel á hundahóteli?? Ég á líka kanínu sem er oftast ein inn í bílskúr, leiðist henni? hún er svolítið stygg.
Labrador hvolpur kostar svona 80000 kr hugsa ég. Hundaþjálfun kostar eitthvað. Almennilegt þurrfóður sjálfsagt svona 6-7000 á mánuði. Svo kemur dýralæknakostnaður svona 10.000 á ári. Skráning held ég sé kannski um 10000 og ársgjald skráningar um 12000 á ári. Það er líklega alveg sama hvort er tík eða hundur. Hundahótelin eru ágæt held ég.Betri upplýsingar ætturðu að fá hjá Hundaræktafélagi Íslands. hrfi@hrfi.is
Hárlos
Ég er með 6 ára gamlan Border Collie sem er ALLTAF með hárlos, heilu flygsurnar falla af honum á hverjum degi, allan ársins hring. Hann er á próteinlágu fæði, fær vítamínkúra, mikla útiveru og hreyfingu, en ekkert gerist. Feldurinn er mjög fallegur og gljáandi, en hárlosið minnkar ekkert. Hvað er að og hvað er til ráða?
Stundum hjálpar að koma með hundinn í vitamínsprautur. Stundum getur hárlos verið ofnæmiskennt og hjálpar þá að finna rétta fóðrið fyrir hann, jafnvel setja hann á sjúkrafóður í einhvern tíma. Farðu með hann til dýralæknis..
Ef ég hefði hug á að fá mér hund er í lagi að skilja dýrið eftir allan daginn ég/við erum frá yfir daginn frá kl 8.30 til 17.30. Fer þetta t.d eftir hundategundum? Er einhver ein tegund annari betri m. tilliti til hárloss, gelts, eða geðbrygða??? (er með barn á heimilinu, ekki ungabarn samt)
Ekki er hægt að mæla með því að fá sér hund sem á að skilja eftir heima allan daginn, þetta er allt of langur tími, ef enginn er heima né kemur heim allan tímann. Það eru tegundir hunda sem hafa ekki hárlos. Tegundir eru líka mismunandi að geði, en allar tegundir yrðu líklega geðvondar og erfiðar ef á að hafa hundinn einan allan daginn.Einnig veldur stress hjá hundinum hárlosi.
Atferli
Ég á 4 1/2 árs labrador tík, sem geltir oft á fólk sem henni bregður við, þetta gerist líka oft þegar þetta er kannski þroskaheft og fólk sem er skrítið eða drungalegt í útliti, sem einmitt mega ekki við svona „hrekkjum“, mér finnst þetta voða leiðinlegt, hvernig er hægt að venja hana af þessum ósið?
Talaðu við hundaþjálfara, farðu kannski með hana á námskeið hjá Hundaræktunafélaðinu.
Okkur langar mikið til þess að eignast hund, við erum þrjú í heimili, en erum frá allan daginn frá ca. 08.30 til 17.30 gengur það? Verður hundurinn brjálaður af einverunni eða fer þetta eftir tegundum? Er það staðreynd að minni hundar gelti meira? T.d Pomeranien?
Þetta er allt of langur tími fyrir hund að vera einn heima ef það er alla daga og enginn kemur heim yfir þennan tíma.Það yrðu flestir hundar brjálaðir. Gelt getur verið mjög einstakligsbunðið hjá öllum tegundum, fer eftir uppeldi og oft hve hundurinn er skilinn mikið eftir einn.
Ég hef eina spurningu varðandi hundinn minn sem er af tegundinni American Cocker Spaniel og er 9 mánaða gamall. Hann hefur gert mjög mikið af því að hlaupa í hringi og narta í lærið á sér. Hann getur hlaupið alveg upp undir 30 hringi og þegar hann gefst upp þá byrjar hann að gelta og gelta á lærið á sér, hundur sem geltir aldrei nema þegar verið er að ryksuga. Ég veit ekki hvað þetta er en systir mín (sem á reyndar hundinn) heldur því fram að hann sé bara með sinadrátt. En hún virðist nú ekki vita mikið um það. Það liggur við að maður vorkenni hundinum smávegis þar sem hann virðist ekki vera alltof sáttur við þetta. Hvað heldur þú að þetta geti verið?
Láttu dýralækni líta á hann til að athuga hvort eitthvað sé að í lærinu. Kláði, sár eða þvíumlíkt.
3ja ára tíkin mín er allt í einu byrjuð að gera þarfir sínar annarsstaðar en úti, en ekki á mínu heimili. Var ímyndunarólétt fyrir um viku síðan. Hvaða mótmæli eru þetta? Getur þetta verið vegna þess að ég er byrjuð að eyða meiri tíma með henni en áður?
Sjálfsagt er þetta einhver taugaveiklun eftir ímyndunaróléttuna. Best er að tala við hundaþjálfara um þetta vandamál. Gott gæti verið að láta líka dýralækni líta á hana hvort eitthvað sé að t.d. legbólga.
Ef ég hefði hug á að fá mér hund er í lagi að skilja dýrið eftir allan daginn ég/við erum frá yfir daginn frá kl 8.30 til 17.30. Fer þetta t.d eftir hundategundum? Er einhver ein tegund annari betri m. tilliti til hárloss, gelts, eða geðbrygða??? (er með barn á heimilinu, ekki ungabarn samt)
Ekki er hægt að mæla með því að fá sér hund sem á að skilja eftir heima allan daginn, þetta er allt of langur tími, ef enginn er heima né kemur heim allan tímann. Það eru tegundir hunda sem hafa ekki hárlos. Tegundir eru líka mismunandi að geði, en allar tegundir yrðu líklega geðvondar og erfiðar ef á að hafa hundinn einan allan daginn.
Ég á 4 ára blendings tík sem tók uppá því fyrir c.a ári síðan að vera frekar grimm við aðra hunda, þá sérstaklega aðrar tíkur. Hún urrar og æltar að ráðast á þær, en svo getur hún verið mjög góð við suma hunda. Maður þarf alltaf að ríghalda í ólina þegar maður mætir öðrum hundum í gönguferð, því maður veit aldrei hvað hún hyggst gera. Er eitthvað hægt að gera við þessu, eða er hún bara að sýna hver ræður?
Það væri best að fara með hana til hundaþjálfara á hlýðnisnámskeið.
Mig langar að spyrja þig varðandi ættbókarfærðan Boxer sem ég á. Þetta er rakki, 15 mánaða gamall. Þannig er að hann er ferleg mannafæla og gengur svo langt að hann jafnvel mígur niður úr hræðslu, þó viðkomandi sé ekki einu sinni að reyna að nálgast hann, augnsamband er nóg. Hann skelfur líka mikið þegar hann hittir fólk og hleypur í felur í íbúðinni og skiptir engu hvort hann sé að hitta fólkið í fyrsta skipti eða oftar. Heimilisfólki sýnir hann hina „alræmdu“ boxer-gleði, en þó hef ég fengið að heyra að hann hafi einstakt skap, mjög rólegur af Boxer að vera, þó augljóslega enginn „varðhundur“ í honum. Hvað er til ráða? NB við erum ekki að fást við uppeldi hunda í fyrsta skipti, en höfum í engu farið öðruvísi að með Boxerinn.
Líklega er best að tala við hundaþjálfara og fara með hann í hvolpanámskeið. Ef þetta reynist vera geðrænt vandamál t.d. vegna áfalls í æsku er hægt að koma með hann til dýralæknis og athuga með að setja hann á geðlyf.
Hvað get ég gert í sambandi við ameriskan cocker spaniel hund sem ég á. Hann er 2 ára og mjög blíður og góður en á það til að bíta og urra, sérstaklega þegar honum mislíkar eitthvað, t.d ef hann liggur einhvers staðar og það er stuggað við honum ég er búinn að reyna ýmislegt eins og að refsa honum og skamma en alltaf er geðið jafn stirt. Nú er ég að spá í að lóga honum en það er ekki það sem mig langar.
Þetta er alvarlegt mál ef að hundurinn þinn urrar og bítur. Ég vona að enginn hafi slasast fram að þessu. Í þínum sporum mundi ég reyna að tala við hundaþjálfara og jafnvel hundasálfræðing og reyna í samvinnu við hann að vinna bug á á þessu vandamáli. Stundum getur verið nauðsynlegt samhliða þjálfun að tala við dýralækni og setja dýrið jafnframt á lyfjakúr.
Ég og fjölskylda mín eigum litla 3 ára poddle tík. Hún ælir stundum á gólfið einhverri gulri froðu og smá slími, með frekar löngu millibili, og þess á milli er allt í lagi með hana. Þetta gerðist oftar þegar hún var hvolpur. er þetta eðlilegt, gæti mataræðið verið ástæðan. Hún borðar engann Hundamat, við höfum prófað margar tegundir. Hún vill bara matinn sem við erum að borða. Við höfum reynt að að gefa henni ekki mat frá okkur en hún sveltir sig bara þar til við gefumst upp. Hún er með kattasandkassa til að gera þarfir sínar í og er algjörlega sátt við það en einstöku sinnum tekur hún upp á því að skíta á teppið inni í stofu eða í ganginum. Svo er hún skíthrædd við allt fólk og öll dýr hún hleypur þá bara í fangið á manni. Hún geltir mjög mikið sérstaklega á bréfberann og litlu krakkana sem bera út DV og þó hún sé hrædd við fólk eltir þau langar leiðir geltandi og urrandi ef hún er úti. Getur þú hjálpað okkur eitthvað í sambandi eitthvað af þessu. Við búum út á landi og getum því ekki farið með hana á hundanámskeið. Takk fyrir.
Ælið getur stafað af einhverjum mat sem hún þolir ekki. Reyndu að fyljast með hvort þetta skeður eftir að hún fær t.d. mjólk. Það virðist vera að uppeldið sé ekki alveg nógu gott, svo besta ráð er að komast á hlýðnisnámskeið með hana, eða talaðu við hundaþjálfara.
Ég er með eina tík 10 mánaða , blanda af collie, sheffer og terrier, hún er rosalega blíð, fljót að læra, hlýðin en það er eitt sem hún gerir sem ég get ekki fengið hana til að hætta að gera, það er sama hvað ég geri, hún má ekki heyra í krökkum, bílhurð skellta, umgang úti, einhvern koma að útidyrahurðinni, þá geltir hún stöðugt ef hún heyrir minnsta hlóð, það er svo komið að ég vil helst fara með hana í lógun eingöngu út af þessu því ég veit ekki hvernig ég á að fá hana til að hætta þessu, ég á eina litla dóttir sem tíkin er að vekja í tíma og ótíma á nóttunnu með þessu gellti sínu,hvað get ég gert til að fá hana til að hætta þessu gellti? Ég veit að hundar þurfa að gellta en þetta er of mikið af því góða, þetta er hundur # 3 sem ég á núna á síðustu 20 árum og þykist ég þekkja þá og hinir tveir gelltu ekki svona mikið. Með fyrirfram þökk.
Það getur verið mjög erfitt að venja hunda af svona gelti, þar sem þeir eru að verja húsið.. Þú ættir að fara með hana á hlýðnisnámskeið, ef þu ert ekki búin að því nú þegar.. Svo er hægt að ræða við hundaþjálfara hjá hundaskólunum. Síðasta úrræði getur verið að fá sérstaka ól á hana, til að venja af þessu.. Mögulegt væri að prófa geðlyf, þá þaftu að fara með hana til dýralæknis.
Sæl, Ég á 3 ára tík sem skyndilega hefur tekið ástfóstri við eitt leikfangið sitt, hugsar um það eins og það sé hvolpur. Þetta er plastdagblað, sem hann allt í einu vill alltaf hafa hjá sér, sefur með það og tekur það MJÖG varlega upp eins og hann sé að passa að meiða það ekki! er einhver sérstök ástæða fyrir því að hann gerir þetta?
Gæti hún verið hvolpafull? Er nýbúið að taka hvolpa frá henni? Mögulega gæti verið um gervi óléttu að ræða.