Fuglafóður
Harrison Fuglafóður er náttúrulegt hágæða fóður fyrir alla fugla. Harrisons mælir með að allar meiriháttar fóðurbreytingar séu gerðar í samráði við dýralækni.
FÓÐRUNARLEIÐBEININGAR:
- Byrjið með að hafa Harrisons Bird Foods til staðar í fóðurskál fuglsins allan daginn; gefið venjulega fóðrið tvisvar á dag og hafið það bara hjá fuglinum í 30 mínútur í hvert skipti (einn fóðurtími að morgni, einn að kveldi). Blandið saman við gamla fóðrið smá af Harrisons Bird Food, og aukið smám saman magnið af því og minnkið gamla fóðrið í ekki neitt á 3-5 dögum. Ef að fuglinn þinn virðist ekki vera að éta fóðrið reynið eitt af ráðunum í kaflanum Fljótleg ráð.
- Takmarkið aukabita eftir fóðurskiptin til mjög lítils magns af lífrænu, dökk grænu eða dökk gulu grænmeti eða ávaxta eins og soðinna sætra kartaflna, gulróta, eða hrátt mangó og papaya.
- Bætið aðeins við mat sem talað er um aftan á pokunum. Annar matur getur komið ójafnvægi á fóðrið.
- Bætið ekki við öðru ss. vítamínum, krabbabeinum, fræjum, mat af borðinu eða öðru dýrafæði.
- Gefið ferskt Harrisons fuglafóður daglega (munið, engin rotvarnarefni) og bætið ekki við í skálina. Tæmið hana og setjið nýtt. Myndir þú borða morgunkorn sem hefði staðið í skál á borðinu alla nóttina? Með smá viðbót úr pakkanum ofan á?
- Fylgist vel með fuglinum. Bara það að maturinn sé orðinn að púðri, sé hent um eða að hann sé í fóðurskálinni allan tímann, þá er það ekki merki um að hann sé að borða eða að hann sé að borða nóg. Ef eitthvað eftirfarandi sést eða ef þú ert ekki viss um heilsufar fuglsins, hafðu þá samband við fugladýralækninn þinn og endurskoðið fóðurbreytingarnar saman.
3 SKREF TIL AUÐVELDRAR FÓÐRUNAR
- Helga sér verkefnið – að kenna þér að fuglinum þínum muni líða miklu betur á lífrænu, náttúrulegu fæði eins og HBF er eitt, að kenna fuglinum þínum getur verið dálítið öðruvísi. Hafið í huga að það má líkja þessari breytingu við að kenna barni sem hefur lifað á sælgæti og pylsum, að borða salat og soðið grænmeti. Það getur vel verið að það verði mótþrói í byrjun en litið til langs tíma er árangurinn vel þess virði.Fugladýralæknirinn þinn er stór þáttur í fóðurbreytingunni. Fara ætti til dýralæknis áður en fóðrinu er breytt og þegar að frekari rannsókna er þörf. Dýralæknirinn mun líka aðstoða þig við að velja rétta Harrisons fóðrið fyrir fuglinn þinn. Til lengri tíma þá ert það þú sem að ert lykillinn að heilsufari fuglsins þíns og líka í því að fóðurbreytingin gangi auðveldlega og örugglega fyrir sig.
- Virkni. Fuglar elska ferskt hnetubragðið af Harrisons og munu éta það næstum strax. Samt sem áður eru nokkrir fuglar sem að þarf að ýta svolítið við þegar að nýtt fæði er kynnt vegna þess að þeir geta einfaldlega verið hræddir við að prufa eitthvað nýtt.
- Áframhald. Þegar fóðrað er með fóðri þar sem vísindalegar rannsóknir liggja að baki, er mjög mikilvægt að fylgja leiðbeiningum dýralæknisins fyrir það fóður. Með því að blanda saman tegundum eða að bæta við umtalsverðu magni af millimáltíðum eða öðru fóðri er eigandinn að taka ábyrgð á að hafa fóðurhlutföll í jafnvægi og öll nauðsynleg næringarefni í réttu hlutfalli. Harrisons fuglafóður er þróað til veita fuglinum góða og heilbrigða næringu, svo að allar breytingar geta raskað því jafnvægi.
GEYMSLA FÓÐURSINS
- Ekki er nauðsynlegt að setja fóðrið í ísskáp eða frysta það.
- Geymið fóðrið í pokanum. Ekki er mælt með að setja fóðrið í Tupperware eða plastpoka þar sem fóðrið helst ferskt lengur í pokunum, ef að þeir eru þétt lokaðir.
- Þegar að pokanum er lokað, tæmið allt loft úr honum og smellið síðan lásnum aftur.
- Ef að rennilásinn skemmist eða lokast ekki almennilega, rúllið þá niður efst á pokanum og notið klemmu, líkt og þið mynduð gera með poka af kartöfluflögum. Þetta heldur fóðrinu ferskara heldur en að pakka því í Tupperware eða plastpoka.
- Notið allt fóðrið í pokanum á 4-6 vikum. Ef nauðsynlegt, kaupið þá minni poka heldur en stór svo að maturinn haldist ferskur í lokuðum poka.
- Bjóðið ferskt fóður daglega. Fylgist með og lyktið af fóðrinu til að sjá hvort það sé ferskt og hendið fóðri sem er staðið eða hefur verið í fóðurskálinni yfir nótt.
- Látið fuglinn éta allt fóður sem er í boði. Leyfið fuglinum ekki að velja úr vissa bita. Það kemur ójafnvægi á fóðrið. Hendið ekki dufti eða molum nema það sé óhreint eða staðið. Látið fuglinn klára allan bitann áður en að þið hendið “ónýta” matnum.
10 FLJÓTLEG RÁÐ TIL BREYTINGAR YFIR Í HARRISONS BIRD FOODS
- Notið AVIx Bird Builder 2-3 vikum áður en skipt er um mat. Joðið og snefilefnin sem eru í Builder geta örvað heilbrigða matarlyst og aukið vilja fuglsins til að prófa eitthvað nýtt. Hættið að nota Builder þegar að fuglinn er alveg kominn yfir í Harrisons.
- Breytið umhverfi fuglsins. Reynið að flytja fuglinn á nýjan stað, ss. box, fiskabúr eða jafnvel nýtt búr. Fjarlægið öll leikföng, rimla og skálar og setjið High Potency á traustan flöt á gólfinu.
- Notið spegla á hvítum pappír. Dreifið fóðrinum yfir spegil eða hvítt blað á botni nýja staðsins virkar sérlega vel fyrir gára. Fugl sem er nógu gamall til að vera “sósiliseraður” á það til að éta til að keppa við fuglinn í speglinum. Hvítur bakgrunnur pappírsins getur dregið athyglina að fæðunni.
- Venjið fuglinn af fræjum hægt og rólega. Bjóðið td. fræ í matarskálinni í 1 klst. á kvöldin, fjarlægið þau svo og setjið High Potency í staðinn. Næsta dag gefið þið fuglinum fræ í 30 mínútur að morgni og kvöldi. Á þriðja degi minnkið þá tímann niður í 15 mínútur tvisvar á dag. Og að lokum bjóðið þá aðeins upp á High Potency. Fylgist með hægðum fuglsins.
- Fóðrið fuglinn á matartímum. Setjið matinn á disk, hreyfið hann um með fingrinum eða skeið og þykist borða hann fyrir framan fuglinn.
- Bjóðið Power Treats, Pepper Lifetime Coarse eða Adult Lifetime Mash. Fuglar elska bragðið af Power Treats og Pepper Lifetime. Það má mylja það niður fyrir minni fugla. Adult Lifetime Mash er líka áhugavert á bragðið.
- Notið fugl sem kominn er á Harrisons sem fyrirmynd. Hýsið fuglinn ykkar nálægt öðrum fugli sem nú þegar étur Harrisons, eða notið æfingafugl í sama búri sem fyrirmynd.
- Hitið eða bleytið matinn. Það má hita High Potency aðeins eða bleyta það örlítið með smá ávaxtasafa eða AVIx Sunshine Factor.
- Hafið samband við fugladýralækninn ykkar og látið hann sjá um fóðurbreytinguna. Stundum halda fuglarnir að Harrisons sé EKKI matur og að setja fuglinn á stað þar sem fylgst er grannt með honum heldur honum heilbrigðum við fóðurbreytingarnar.
Ef þessi þrep hjálpa ekki í fyrstu tilraun, fóðrið þá aftur með venjulega fóðrinu og reynið svo aftur eftir nokkurn tíma. Að leggja það á sig er þess virði til lengri tíma litið.