Þurrt auga (KCS)

Með febrúar 5, 2020Greinar

Upplýsingar til eiganda vegna Þurrt auga (KCS)

Hvað er Keratoconjunktivitis Sicca / þurrt auga

Þetta er sjúkdómur sem kemur upp sökum þess að framleiðsla á hluta af táravökvanum, nánar tiltekið vatnslega hlutanum minnkar, þessi hluti táravökvans er framleiddur í 2 mismunandi kirtlum sem staðsettir eru í augnlokunum.  Algengasta ástæðan fyrir að þetta gerist er að ofnæmiskerfi líkamans ræðst á kirtilinn svo framleiðslan minnkar.  En framleiðsla af fitu hluta og slímkennda hluta tárana helst þó áfram í lagi, þetta skýrir afhverju eitt einkennið er að augun eru oft með mikla slímkennda útferð.

Afhverju eru tárin mikilvæg ?

  1. Hjálpar til við að fá skýrari sjón
  2. Smyr augnlokin
  3. Koma með næringu og fjarægja úrgangsefni
  4. Koma í veg fyrir sýkingar
  5. Fjarlægja aðskotahluti af hornhimnunni
  6. Stjórnar Sýrustigi í ystalagi hornhimnunar.

Hvað getur valdið sjúkdómnum:

Það eru margir þættir sem geta valdið minnkun á táraframleiðslu. Vandamálið er hvað þekktast hjá hundum, en getur einnig komið upp hjá köttum.  Ákveðnar hundtegundir eru líklegri á að fá sjúkdóminn.  Lang algengasta ástæðan er  að ofnæmiskerfið ræðst á tárakirlana. Aðrir möguleikar sem þó mun sjaldgjæfari eru, sýkingar t.d í miðeyra eða herpesvírus sem trufla taugaboð til kirtilsins. næringarlegarástæður eins og skortur á A vítamíni, eitranir, krabbamein, vanvirkur skjaldkirtill, króniskt nýrnavandamál og skaði á kirtlinum eða tauginni sem stýrir kirtlaframleiðslunni.

Tegundir sem eru í aukinni hættu :

  1. American og Enskur cocker spaniel
  2. Cavalier King Charles Spaniel
  3. Minature Schnauzer
  4. West Higland White Terrier
  5. Bulldog
  6. Boston Terrier
  7. Lasha Apso
  8. Shih Tzu (getur verið meðfætt)
  9. Yorkshire Terrier (er oft vegna vöntun á kirtlavef)
  10. Pekingese
  11. Pug
  12. Samoyed
  13. Blóðhundur

Einkenni sjúkdómsins:

Líflaus augnslímhúð og hornhimna, roði og bólga í slímhúð.  Gældýrið pírir augun/augað sökum verkja, aukið slím í augunum og getur verið með eða án sýkingar og bólga eða sár á hornhimnu.  Ef ástandið er mjög slæmt þá er komin bjúgur í hornhimnuna (hún verður bláleit á litin) , getur farið að vaxa æðar í hornhimnunni og dökknun (pigmentering) á henni.  Hjá köttum sést oft þurrt nef og hornhimnu seqestrum,sem er þrálátt sár sem grær ekki með dökk brúnni miðju.

Getur komið upp á öðru auganu eða báðum.

Greining:  Er gerð með mælingu á táraframleiðslun sem er einfalt próf

Shcirmes tear test (STT), Hvítum strimli er komið fyrir undir augnlokinu og haldið þar í 1 minótu, svo er mælt hve langt tárin ná á strimlinum

  • Normal yfir 15 mm
  • Borderline milli 11-15mm
  • Látt undir 10 mm
  • Mjög Látt undir 5 mm

Meðhöndlun :

Mjög mikilvægt er að ná niður sýkingunni fyrst með sýklalyfjum.  Ef hornhimnusár þá nota Oftaquix 6 x á dag í 7 daga, ef ekki sár þá er Fusithalamic 2 x á dag oft hentugt.

  1. Optimmune Augnsmysl (cyclosporine)

Byrjað er að nota þetta lyf eftir að notkun á sýklalyfi í augað er hætt.

Notist ca 1/2 cm 2 x á dag fyrstu vikurnar. Endurkoma til að mæla aftur

táraframleiðslu ca eftir 3-4 vikur.

Framfarir sjást í um 80% tilfella.  Ef góð svörun er hægt að minnka

meðhöndlun niður í 1 x á dag og jafnvel enn neðar annanhvern dag eða

meðhöndlun 2-3 x í viku til að viðhalda þegar búið er að ná upp eðlilegri

táraframleðislu. Getur tekið allt að 4-6 vikur til að sjáist verulegur munur

  1. Gervitár

Nota samhliða sýklalyfjanotkun og optimmune notkun meðan er verið að ná upp táraframleiðslunni.  Nota 4-6 x á dag.  Ekki setja dropa í fyrr en 5 mínótur eru liðnar frá meðhöndlun með öðrum lyfjum

Skurðaðgerð Aðeins augnlæknasérfræðingar gera. Ekki hægt hjá öllum tegundunum en þarna er duct frá parotis munnvatnskirtlinum leitt upp í augað.

Gefur hugtakinu I got a spitt in my eye nýja þýðingu !!!

Agnes á Dýraspítaanum í  Garðabæ er mögulega að byrja að gera slíkar aðgerðir hér á landi.

Mikilvægt að:

  • Meðhöndlun með Optimmune er þörf það sem eftir er af lífi hundsins.
  • Meðhöndla þarf sýkingar strax og þær koma upp
  • Reglubundið eftirlit hjá dýralækni séstaklega í byrjun þegar er verið að meta áhrif meðhöndlunar og finna rétt bil milli meðhöndlunina.   Daginn sem á að koma með hundinn í endurkomu og mælingu á táraframleiðslunni er mikilvægt að gæludýrið sé ekki meðhöndlað með neinum lyfjum eða augndropum þann daginn.

Ef einhvað er óljóst eða kemur uppá ekki hika við að hafa samband við okkur.