Vaktaþjónusta.

Með júní 16, 2020Blogg

Dýralæknastofa Dagfinns tekur þátt í vöktum á Reykjavíkur svæðinu. Er dýralæknir frá Dagfinni þá á vakt 3-4 sinnum í mánuði á dýralæknastofu Dagfinns í miðbæ Reykjavíkur. Hringt er í 5304888 og er gefið samband við dýralækni. Mikilvægt er að virða álag dýralæna á vöktunum þar sem einungis einn dýralæknir er á vakt fyrir allt Stór Reykjavíkur svæðið og því mikið álag. Ekki hringja á vaktina til dýralæknis fyrir tilfelli sem mögulega geta beðið til morguns eða eftir helgina þegar dýralæknastofur eru opnar. Ekki láta börn hringja á vaktina í dýralæknaþjónustuna, þetta er neyðarþjónusta en ekki spjallrás. Ekki vekja dýralækninn að nóttu nema bráð nauðsyn er til að kalla til dýralækni.